Framleiðsluferli
Framleiðsluferlið er tímabilið þar sem við gerum svokallaða frumgerð, eða prótótýpu. Að gera frumgerð svarar fleiri spurningum en að hafa bara hugmynd í kollinum eða teikningu á blaði. Frumgerðin er hugmyndin okkar tilbúin til að sjá hvort hugmyndin okkar virkar eða er í réttri stærð.
Margar frumgerðir eru ekki gerðar í réttri stærð eða úr réttum efnum vegna þess að stundum eru efni dýr og ekki sniðugt að smíða tilraunaútgáfu úr dýrum efnum. Þá gerum við "proof of concept", eða sönnun á virkni.
Smíði og framleiðsla
Smíði er hugtak sem nær yfir alla framleiðslu og smíði á ýmsum hlutum. Allir hlutir sem eru ekki af náttúrunar hendi eru smíðaðir eða framleiddir með einum eða öðrum hætti.
Smíði
Þegar við tölum um smíði er átt við hluti sem eru fáir eða einstakir. Hlutirnir sem við handsmíðum í smíðakennslu eru einstakir.
Þá er jafnvel bara til eitt eintak af hönnun ykkar og handavinnu.
Aðrir hlutir eru smíðir eftir teikningum eða fyrirmyndum og eru allir mjög líkir en enginn er nákvæmlega eins.
Framleiðsla
Framleiddir hlutir eru allir hlutir sem gerðir eru eftir sömu uppskrift eða teikningum og eru smíðaðir í miklu magni.
Fjöldaframleiðsla á hlutum er þegar settar eru upp vélar og verksmiðjur og smíðaðir eru mjög margir hlutir allir eins.
Framleiðsla í Stapaskóla
Í hönnun og smíði í Stapaskóla smíðum við úr náttúrulegum efnum eins og tré, málmum og jarðefnum, og úr manngerðum efnum eins og plastefnum.
Sjálfbærni
Sjálfbærni og notagildi eru orð sem við notum mikið.
Við munum reyna að endurvinna og endurnýta eins mikið og við getum í hönnun okkar og smíði.
Tré
Algengt var að smíða úr tré í smíðakennslu á árum áður en með aukinni tækni hafa önnur efni orðið vinsæl.
Tré og viður eru endurnýjanlegar auðlindir
Plast
Plast er eitt algengasta efnið í nútima fjöldaframleiðslu. Gríðarlegt magn er til af plastefnum sem henta til fjölmargra verkefna. Oftast kaupum við plast em er forunnið, til dæmis plastplötur, rör, saumaefni, málningu, lím og margt margt fleira.
3D prentararnir okkar vinna úr plasti og þar eigum við mikla möguleika í frumgerðarsmíði í smiðjum.
Plast er flest endurvinnanlegt
Málmar
Málmar eru unnir úr náttúrunni en vegna eiginleika sinna eru þeir aðgreindir frá öðrum jarðefnum. Hlutir smíðaðir úr málmi eru til dæmis hnífapör, skipsskrokkar, gosdósir, naglar og skrúfur og svo má lengi telja.
Málmar eru flestir endurvinnanlegir
Jarðefni
Fjöldi annarra efna eru unnir úr náttúrunni og eru notuð í smíði og framleiðslu. Til dæmis er steinsteypa, gler, leir, keramík og gifs. Dæmi um hluti sem eru smíðaðir úr jarðefnum eru steypt hús, rúður í gluggum, mjólkurglös, og matardiskar. Ýmis listaverk eru líka unnin úr þessum efnum.
Jarðefni eru flest endurvinnanleg
Plöntuefni
Bambus og hampur eru algeng dæmi um efni sem notuð eru í framleiðslu og smíði. Eins og tré eru þau efni úr plönturíkinu en eru plöntur sem vaxa hratt, miklu hraðar en tré og henta vel í fjöldaframleiðslu.
Plöntuefni eru endurnýjanlegar auðlindir