Smíðastofan

Smíðastofan er vinnusvæði nemenda og kennara og skal ganga vel um stofuna, verkfærin, efni og verkefni nemenda. Hver hlutur á sér sinn stað í stofunni og mikilvægt að við göngum öll eins vel um stofuna og við getum.

Vinnuborðin

Vinnuborðin skulu vera hrein og auð í upphafi og lok hvers tíma

Verkfærin

Verkfæri skulu fara á sinn stað þegar þau hafa verið notuð.

Gólfið

Gólfið skal ávalt vera hreint og fínt. Sópa skal upp öll óhreinindi um leið og við höfum klárað hvern verkþátt. Sem dæmi þá sópum við upp sag um leið og við höfum sagað.