Hönnunarhugarfar

(Design thinking)

Hönnunarhugsun (á ensku design thinking) er ákveðin aðferð sem notuð er til að koma hugmyndum í framkvæmd. Aðferðin byggir á fimm þrepum hönnunarhugsunar. Þrepin fimm eru:

  1. Samúð - við skoðum hugmyndina okkar. Tengjum og skiljum þarfir þeirra sem við erum að hanna vöruna fyrir.

  2. Skilgreina - Við skilgreinum vanda og lausnir.

  3. Hugmyndaflæði - Við sjáum vöruna fyrir okkur og leggjum fram sakpandi hugmyndir á lausnum við vandanum.

  4. Frumgerð - Við gerum frumgerð, módel af vörunni, og metum lausnina sjónrænt.

  5. Prófun - Við prófum lausnina, vöruna, og fáum gagnrýni og heyrum hvað öðrum finnst.


Þrepin fimm eru ekki endilega unnin í þessari röð. Hönnunarhugsun er ekki "línuleg" heldur flæðandi. Við gætum því hoppað fram og til baka í hönnunarferlinu. Ef við til dæmis áttum okkur á að hugmyndin okkar virkar ekki þegar við búum til frumgerð þá hoppum við aftur í hugmyndaflæðið eða jafnvel förum aftur að rannsaka.

Hönnunin sjálf er aðal verkefnið. Hönnunin getur leitt til þess að vara eða hlutur er búinn til. Þessi vara kann að verða nothæf og raunveruleg en það er verkferlið, vinnan við að hanna og hugsa og skapa, sem er verkefnið.

Hlutverk nemenda og kennara í hönnunarhugsun:

Nemandi:

Framkvæmd

Hönnun

Rannsóknir

Sköpun

Frumgerðir

Samnemendur:

Gagnrýni

Hugmyndaflæði

Samvinna

Kennari:

Fræðsla

Aðstoð

Val á verkfærum

Tæknilegar útfærslur

Innkaup/aðföng

Aðrir kennarar:

Kennsla og fræðsla sem styður við verkefnið sem unnið er.


Námslota - Vikuáætlun

Vika 1 - Kynning

Kveikja. Kynning á verkferli – æfing í verkferli út frá viðfangsefni sem kennari rammar inn.

Hvert er markmið verkefnisins? Spurningin "af hverju?". Hvað viltu vita, skilja eða gera.

Vika 2 - Rannsaka


Stutt kveikja. Verkefni valið. Verkáætlun skv. Vinnuferli hönnunarhugsunar

Hvað er verið að hanna? Hver eru skilyrði og kröfur verkefnisins?

Vika 3 - Skilgreina (sumir enn að rannsaka)

Nemendur sem þurfa að halda áfram í kveikjuverkefnum.

Nemendur sem eru komnir á flug: Halda sínu striki eftir ferli hönnungarhugsunar. Stutt kveikja. Verkefni valið. Verkáætlun skv. Vinnuferli hönnunarhugsunar

Vika 4 - Hugarflæði

Nemendur vinna á eigin hraða. Ráðgjafaleit og endurmat hugmynda.

Vika 5 - Hugarflæði

Samráð við sérfræðinga, efnisöflun, kostnaðaráætlun.

Vika 6 - Frumgerð

Frumgerð vöru útbúin. Prófanir á vöru.

Vika 7 - Prófanir

Prófanir og úrbætur.


Vika 8 - Prófanir og endurbætur

Vörukynning undirbúin. Lokaskýrsla. Sjálfsmat.


Vika 9 - Vörukynning

Samantekt og ígrundun