Laserskurður

Hvað gerir laserinn?

Laserskerar í Fab Lab eru öflug tæki sem nota lasergeisla til að skera, grafa og merka efni með mikilli nákvæmni. Þeir eru sérstaklega hentugir fyrir verkefni þar sem þörf er á smáatriðum og nákvæmum útlínum. Laserskerar virka með því að beina einbeittum lasergeisla á efnið, sem bræðir eða brennir upp yfirborðið, allt eftir styrkleika og stillingum.

Í Fab Lab verkstæðum eru laserskerar notaðir til að vinna með fjölbreytt efni, svo sem við, akrýl, leður og pappír, og eru mikið nýttir í hönnunar-, list-, og tækniþróunarverkefni. Með stafrænum forritum getur notandinn búið til nákvæm sniðmát, frá frumgerðum til fullbúinna vara.


Laserskurðarvélin okkar er í raun eins og sög, en í stað sagarblaðs með beittum tönnum notum við mjóan og sterkan leisergeisla sem brennir í gegnum efnið. 

Laserinn getur líka grafið í efni. Þá brennir hann þunnt lag ofan í efnið.

Við forritum laserinn til að brenna myndir sem við höfum teiknað eða eigum á tölvutæku formi.

Inkscape teikniforritið

Við notum Inkscape teikniforritið til að undirbúa myndir og form fyrir laserskurð. 

Hér má sjá myndband sem lýsir helstu grunnatriðum sem notuð eru fyrir laserinn