Skógarhögg
Skógarhögg
Á Norðurlöndum og víðar í Norðurálfu er skógarhögg mikilvæg atvinnugrein. Þar fer eigandi skógarsvæðis um skóginn síðla sumars og merkir þau tré sem á að fella það árið. Skógarhöggið hefst svo í október eða nóvember og lýkur í janúar eða febrúar. Síðan er hafist handa við að flytja trén í sögunarmyllurnar. Það er gert ýmist á járnbrautum, þjóðvegum eða þeim fleytt niður eftir ám en það er algengasta flutningsleiðin. Í sögunarmyllunum eru trjábolirnir sagaðir í borðvið og planka af ýmsum gerðum. Oftast eru notaðar til þess sagir sem saga allan bol trésins í einu en þær eru með mörg sagarblöð í sterkri járngrind. Þetta er fljótlegasta aðferðin en stór hluti trjástofnsins fer þó til spillis þegar sagað er á þennan hátt og má ætla að 50–70% viðarins nýtist til fulls. Afgangurinn er svo nýttur sem eldiviður eða búin til úr honum viðarkvoða, þilplötur og þess háttar.