Eitt af algengustu verkfærum tré smíði er sögin. Við notum hana til að efna niður viðinn okkar í réttar lengdir en líka til að forma hann. Laufsögin er algengust í formun á við.
Í sögunaræfingunni fáum við tvær viðarplötur úr 6mm furukrossvið. Teiknaðu beinar línur á viðarplötuna.
Festu útsögunarklaufina í hefilbekkinn.
Settu viðarplötuna á útsögunarklaufina og festu með klemmum eða þvingum. Passaðu að setja plötuna þannig á útsögunarklaufina að við sögum hvorki í klaufina né hefilbekkinn.
Sagaðu eftir línunum með laufsög. Fylgdu útlínunum á myndinni þinni og gættu þín vel að saga ekki útfyrir. Gott er að saga á jöfnum hraða, ekki of hratt og ekki of hægt.
Ef sögin festist eða er stíf má alls ekki reyna að þvinga hana lausa eða snúa upp á hana. Þannig beyglast sagarblaðið og gæti brotnað í sundur.
Þegar búið er að saga skal sópa af borðinu og af gólfinu allt sag og henda því í ruslið. Viðarafgagna má setja í bútakassann okkar.