Á þemadögum 26.-27. mars var unnið með þemað "fjölgreindir-þrautabrautir".
Nemendur unnu við gerð margvíslegra þrautabrauta um skólann sem reyndu á andlegan og líkamlegan styrk þeirra sem nýta þrautabrautirnar. Kenning Howards Gardners um fjölgreindir fjallar um að allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu en öll höfum við styrkleika á mismunandi sviðum.
Stöðvarnar voru settar saman með áherslu á þær átta greindir sem Gardner lagði fram. Það ættu því allir að hafa fundið sig einhvers staðar þar sem unnið var með styrkleika, hvort sem um var að ræða sköpun, rökhugsun, tilfinningar eða hreyfingu.
Foreldrar komu svo í heimsókn föstudagsmorguninn 28. mars og skoðuðu afraksturinn sem var mjög sýnilegur víðsvegar um skólann.