Það er góður siður hér á landi að halda öskudaginn hátíðlegan með því að klæða sig í alls konar búninga og skemmta sér. Margar furðuverur voru að venju á sveimi í skólanum þennan dag og gátu þær flakkað milli nokkurra stöðva þar sem eitthvað skemmtilegt var í boði. Í lokin hittust allir á sal skólans þar sem boðið var upp á skemmtiatriði sem endaði með tískusýningu starfsmanna og myndatöku 1. - 7. bekkja.