Tíu nemendur í 7. bekk tóku þátt í undanúrslitum í Stóru upplestrarkeppninni í Hvassaleitisskóla. Keppnin fór fram fimmtudaginn 6. mars og Auður Laufey Reynisdóttir, Sindri Snær Ellertsson Thors og Guðrún Emma Þorláksdóttir voru valin fyrir úrslitakeppnina sjálfa sem fulltrúar Hvassaleitisskóla.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var svo haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 19. mars. Keppendur í okkar hverfi voru frá 7 skólum, tveir frá hverjum þeirra. Fyrir hönd Hvassaleitisskóla kepptu Auður Laufey og Sindri Snær og stóðu þau sig bæði með prýði. Að vanda var keppnin jöfn og erfitt fyrir dómarana að velja þá bestu en það voru fulltrúar Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugalækjarskóla sem röðuðu sér í þrjú efstu sætin.