Ari Magnús Valgeirsson, nemandi í 4. bekk Hvassaleitisskóla, er einn vinsælasti höfundur skólabókasafnsins í Hvassaleitisskóla í mars. Hann færði safninu tvær frumsamdar myndasögubækur að gjöf í febrúar eins og áður hefur verið greint frá og tvær nýjar urðu til í mars. Önnur er brandarabók sem hann samdi ásamt vini sínum Fylki Birgissyni og sú síðari heitir Hundar, en hún inniheldur þrjár örsögur eftir Ara. Á hverjum degi koma nemendur í safnið og biðja um að nafnið sitt sé sett á biðlista til að þeir geti lesið sögurnar hans Ara, en eins og gefur að skilja hjá jafn vinsælum höfundi eru þær yfirleitt alltaf í útláni.