6. bekkur fór í skemmtilega strætóferð í Gufunes í Grafarvogi miðvikudaginn 12. mars. Þar tóku nemendur þátt í ratleik sem fjallaði um umhverfisvitund. Þeim var skipt í sex hópa og unnu bæði með iPada og kort.
Ratleikurinn var 10 stöðvar og á hverri stöð fékk hver hópur staf sem þau þurftu að setja upp á sinni stöð. Í lok leiksins var hver hópur svo búinn að raða stöfunum sínum upp í ákveðin orð.
Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og fengu meira segja sérstakt hrós fyrir frá starfsfólkinu í Gufunesi.