Við ætlum að skemmta okkur vel á árshátíð Stapaskóla en fyrst ætlum við að skemmta okkur við að búa til atriðin og umgjörðina.
Við vinnum í hópum og meirihluti kennslustunda á tímabilinu 20.-30. mars fer í þessa vinnu.
Námsmat fer fram í samtölum við kennara í hverjum hópi.
Hópur vinnur með kennara að undirbúningi á atriði sem flutt verður á árshátíðinni.
Hópur vinnur með kennara að undirbúningi á atriði sem flutt verður á árshátíðinni.
Hópur vinnur með kennara að undirbúningi á atriði sem flutt verður á árshátíðinni.
Allur bekkurinn klárar vinnu við árshátíðarmyndband 10. bekkjar og skila til tæknihóps 10. bekkjar.
Hópur nemenda úr 7.-10. bekk skrifa handrit og æfa stuttan söngleik sem fluttur verður á sviði á árshátíðinni.
Hópur nemenda úr 7.-10. bekk hanna og skapa umgjörð árshátíðarinnar: Skreytingar, sviðsmynd og búninga.
Hópur nemenda úr 7.-9. bekk skipuleggja og halda utan um hljóð, lýsingu, myndbönd og önnur tæknileg atriði sem þurfa að vera í lagi á árshátíðinni.
Hópur nemenda úr 7.-10. bekk vinnur fagtengd verkefni, til dæmis til að bæta árangur sinn í ákveðnum hæfniviðmiðum.