Í mars þjálfum við lesskilning með Litabókunum á Skólavefnum.
Lesturinn fer fram í lestrartímum á miðvikudögum kl. 10.10-10.30 og fimmtudögum kl. 9.30-9.50, samtals átta (8) vinnulotur.
Þú finnur texta sem henta þér, leiðbeiningar um hvar gott er að byrja eru á myndinni í viðhengi.
Þegar æfingu er lokið færðu niðurstöðu á skjáinn. Þú tekur skjáskot af niðurstöðunni og skilar á rétta síðu í OneNote (Bókin "Heilbrigð sál í hraustum líkama" - Undir nafninu þínu - Íslenska - Opna síðu fyrir litabókina sem þú ert að vinna í).
Kennarar fara yfir skil á verkefnum í lok mars. Hæfniviðmiðið sem þú þjálfar er:
"Skilur mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi í því skyni að auðga mál sitt, og valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur."
Þarfnast þjálfunar: 0-7 æfingum skilað á lestrarstigi sem hentar þér, nýtir lestrartímana stundum en ekki alltaf vel.
Á góðri leið: 8-12 æfingum skilað á lestrarstigi sem hentar þér, nýtir lestrartímana stundum.
Hæfni náð: 13-20 æfingum skilað á lestrarstigi sem hentar þér, nýtir lestrartímana vel.
Framúrskarandi: 21 eða fleiri æfingum skilað fyrir 24. mars 2023, textarnir eru á lestrarstigi sem hentar þér eða erfiðari, nýtir lestrartímana vel.