Stuðningsefni í íslensku sem annað mál
Stuðningsefni í íslensku sem annað mál
Hér á þessari síðu finnur þú þjálfunarhefti fyrir íslensku sem annað mál á öðru stigi fyrir ýmis fög sem og til að þjálfa grunnorðaforða. Það er hægt að nýta þessi þjálfunarhefti með ýmsum hætti, sum þeirra henta vel til að þjálfa það sem búið er að kenna ýmist inni í stórum nemendahópum eða í heimavinnu á meðan önnur hefti er hægt að nýta til beinnar kennslu. Það á sérstaklega við um þjálfunarhefti sem fjalla sérstaklega um námsgreinar líkt og landafræði, líffræði o.s.frv.
Við í Íslenskubrú Breiðholts vonumst til þess að þjálfunarhefti nýtist sem best í námi og kennslu og við viljum endilega fá ábendingar um það sem betur mætti fara.