apríl
Undirbúningur fyrir námstefnu okkar er í hámarki þessa dagana og við vonumst til að hitta ykkur sem flest þar.
5. mars
Út er komið stuðningshefti á 1. stigi: tími. Þetta hefti er þjálfunarhefti fyrir nemendur að æfa sig heima þegar þeir eru búnir að hljóta góða kennslu í hugtökum og verkefnum tengdum tíma hjá kennara.
21. febrúar
Við stefnum á að halda uppskeruhátíð fyrir verkefnið Íslenskubrú, 29. apríl 2025. Nánari upplýsingar koma von bráðar.
16. febrúar 2025
ÍSAT-kennarar Breiðholts taka á móti gestum í vikunni og því kemur ekkert námshefti út núna. Við birtum síðar í vikunni minnisblað um þær aðgerðir sem við teljum brýnt að ráðast í til að efla framgang íslensku sem annars máls.
8. febrúar
Hefti sem fjallar um dýrin á Íslandi, heftið tekur mið af orðaforða fyrir 1. stig og er hugsað fyrir byrjendum í málinu. Eins og áður þá eru sum verkefnin tvöföld, eitt sem tekur meira mið af yngri nemendum og hitt þá fyrir eldri nemendur.
Það er ýmis verk sem starfshópur Íslenskubrúar sýslar við að koma heim og saman, þar má nefna m.a. námsmat fyrir 1. stig, kennsluleiðbeiningar fyrir kennslu í stórum nemendahópum og einfaldar lestrarbækur fyrir byrjendur.
Þjálfunarhefti fyrir 2. stig um heimilið. Hér er gerð meiri krafa um ritun. Í ritunarverkefnum eru ýmis þyngdarstig og kennari þarf að meta hvort að hann taki þau öll eður ei. Allar ábendingar eru vel þegnar um það sem betur mætti fara. Í lokin er námsmat en það eru ekki komnar kennsluleiðbeiningar fyrir þetta hefti.
Matur er þjálfunarhefti fyrir nemendur á 1. stigi.
19. janúar, 2025
Hér kemur æfingahefti fyrir þemað HÚS/HEIMILI.
Orðaforðinn í æfingaheftinu byggir á orðaforðanum sem tiltekinn er í heftinu Námsþættir 1. stig.
Við vonum að þetta verði ykkur og nemendum að gagni.
Allar ábendingar vel þegnar á netfangið erla.gudrun.gisladottir@reykjavik.is
12. janúar 2025
Námsmat fyrir 1. stig: veður var að detta inn á síðuna. Næstu daga munu fleiri próf koma inn á síðuna.
22. desember
Marta Wieczorek hefur unnið að námsmati fyrir 1. stig. Námsmatið kæmi eftir hvert þema og er í höndum kennarans að meta hvenær er heppilegt að taka prófið. Það er mjög mikilvægt að markvisst námsmat fari fram sérstaklega í byrjun. Nemendur eru flestir vanir prófum og það getur valdið þeim óöryggi að fara mjög snöggt í allt annað námsmat. Það er gott að hugsa að hefðbundin próf sé leið fyrir nemandann að hafa eitthvað kunnuglegt í umhverfi sem er allt annað en það er vant. Samhliða er nemenda svo kynnt annars konar námsmati líkt og símat, jafningamat leiðsagnarmat og það sem skólinn hefur tileinkað sér.
21. desember
Margrét Anna Huldudóttir hefur útbúið kennsluáætlanir fyrir byrjendur á yngsta stigi. Það er mikilvægt að hafa í huga að námsyfirferð er langtum hægari með yngri nemendur og gæta þarf vel að aðalnámskrá viðkomandi árgangs. Þannig að ekki sé verið að leggja inn atriði sem eru ætluð eldri nemendum.
20. desember 2024
Verkefnastjóri Íslenskubrúar hefur verið í samvinnu við samfélagsfræðikennara í Breiðholtsskóla um gerð stuðningsefni fyrir bókina Frelsi og velferð. Í vetur hafa verið bollaleggingar með hvaða hætti er hægt að styðja við nemendur af erlendum uppruna betur í faggreinum líkt og samfélagsfræði.
19. desember 2024
Það er komið yfirlit yfir tiltækt námsefni á 2. stigi.
https://sites.google.com/view/islenskubru/%C3%ADslenska-sem-anna%C3%B0-m%C3%A1l/2-stig?authuser=0#h.4zbj0ma7rz2b
6. nóvember
Það er komið út æfingahefti fyrir líkamann á 2. stigi. Allar ábendingar eru vel þegnar um það sem betur má fara eru vel þegnar.
4. nóvember 2024
Komin er kennsluáætlun í íslensku sem annað mál fyrir annað stig. Hún tekur mið af fyrri hluta annars stigs og er eðli máli samkvæmt sífellt í þróun. Það er heilmikið efni fyrir hverja viku og er litið svo á að það dreifist á milli ÍSAT-kennslu, faggreina, bekkjarkennslu og heimavinnu. Við vonum að áætlunin gefi kennurum hugmyndir til að skipuleggja nám nemenda sinna.
3. nóvember 2024
Á heimasíðuna eru kominn orðforðalisti fyrir 2. stig (A). Kennarar í Breiðholti hafa veri að nýta orðaforðalistana m.a. í námsefnisgerð, við kennsluáætlanagerð og við kennslu. Það er mikið heilabrot að finna út hvaða orð eru heppileg til kennslu á hverjum tíma þegar nýkomnum nemendum er kennt. Það er ekki hægt að nema öll orð í einu en það er mikilvægt að það sé stígandi í námi nemanda og ekki hjakkað við sama orðaforðann í lengri tíma.
Orðaforðalistar líkt og þessi er hugsaður sem hjálpartæki fyrir kennara til að skipuleggja kennslu sína og þær hafa verið mjög gagnlegir við verkefnagerð. Það er mikilvægt að nám taki ætíð mið að stöðu og aldri nemanda en vonandi verður þessi listi kennurum til gagns.
Inn á vefinn eru nú komin tvö þjálfunarhefti. Fyrra hefti er um fjölskyldu og er fyrir nemendur á 1. stigi. Seinna hefti er um skóla og er fyrir nemendur á 2. stigi.
Þjálfunarheftin eru búið til í forriti sem kallast Canva. Ég hvet kennarar til að fá sér kennaraaðgang og prófa sig áfram.
21. október, 2024
Hvernig skal haga lestrarkennslu nýkominna barna af erlendum uppruna? Það er eitt og annað sem er gott að hafa í huga. Fyrir það fyrsta þarf að tryggja að hljóð íslensku stafanna séu kennd. Þetta er lykilatriði sem þarf að þjálfa vel í upphafi og viðhalda í framhaldinu. Það er einkum sérhljóðarnir sem vefjast fyrir nemendum og jafnvel nemendur fæddir hér sem eru af erlendum uppruna þurfa á upprifjun að halda.
Við erum enn að átta okkur á hvaða bækur reynast vel í kennslu nýkominna nemenda af erlendum uppruna en eitt og annað hefur safnast í sarpinn á undanförnum árum. Ýmisir skólar hafa nýtt sér Pals-lestrarþjálfun með góðum árangri fyrir sína nemendur, Ommi byrjendalestrarbækur eru prýðilegar í upphafi, Lesum Lipurt og Sagan um Bólu eru nokkrar sem eru nýttar til lestrarkennslu með góðum árangri.
Fleiri bækur sem eru kenndar eru t.d. Lesum saman og Lestrarlandið. Þær eru hanghægari fyrir yngri nemendur heldur en eldri. En þar sem það er ekki auðugan garð að gresja þegar kemur að byrjendalestrarbókum fyrir eldri nemendur þá þarft oft að nýta það sem er til hverju sinni.
Nemendur á mið- og unglingastigi sem eru komnir ágætlega af stað að lesa á íslensku hafa verið að lesa bækurnar hennar Auðbjargar sem má finna á Skólavefnum.
Allar ábendingar um góðar lestrarbækur fyrir nýkomin börn af erlendum uppruna eru vel þegnar á netfang erla.gudrun.gisladottir@rvkskolar.is
7. október 2024
Verkefnastjóri Íslenskubrúar er með viðveru í Seljaskóla frá 7. október til 10. október.
2. október 2024
Íslenskubrú er vefur í mótun og það mun taka okkur veturinn að fullklára heimasíðuna. Í dag kláraðist vinnan við málfræðihluta á 1. stigi.
Það er um að ræða leiðarvísir um gagnlegt námsefni fyrir málfræðikennslu annars vegar ábendingar um gagnlegar bækur og hins vegar padlet-veggur með gagnlegum verkefnablöðum.
Það er okkar von að það komi að gagni.
Þann 3. september verður Erla Guðrún Gísladóttir með stutta kynningu á vegum Miðju máls og læsis um verkefnið Íslenskubrú.
Starfshópur Íslenskubrúar fundar á fimmtudaginn, 5. september í Korpuskóla.
Verkefnastýra Íslenskubrúar hefur lokið heimsóknum í alla grunnskólana í hverfinu. Í hverri heimsókn var rætt um sérstöðu hvers skóla, með hvaða hætti skólinn taki þátt í verkefninu Íslenskubrú og áherslur hvers skóla fyrir sig.
Í dag, 21. ágúst var fyrsti fundinn haldinn í starfshópi Íslenskubrúar. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum skólum hverfisins og lögð voru drög að fyrstu verkefnum vetrarins.
Verkefnið Íslenskubrú hverfist um þrjár meginstoðir í fyrsta lagi að útbúa umgjörð um 2. stig í íslensku sem annað mál, í öðru lagi að útfæra leiðir til að kenna nemendum af erlendum uppruna í stórum nemendahópum og í þriðja lagi að finna leiðir til að efla samstarf á milli heimili og skóla. Markmiðið er að í lok vetrar sé búið að útbúa verkfærakistu í íslensku sem öðru tungumál sem nýtist kennurum til að skipuleggja nám nemenda sinna.
Á fundinum var ákveðið var hefja vinnu við kennsluáætlun nýkominna barna á 2. stigi í íslensku sem öðru máli. Að þessu verkefni koma starfshópur ásamt verkefnastjóra. Erla Guðrún mun svo á næstu dögum fara í alla skólana og hitta fulltrúa starfshóps og vinna með þeim.
Þann 20. ágúst fór Erla Guðrún Gísladóttir á fund hjá kennurum sem kenna íslensku sem annað tungumál sem tilheyra Vesturmiðstöð Reykjavíkur.
Á fundinum var samráð ÍSAT-kennara í Breiðholti kynnt og gefin góð ráð fyrir samstarf á milli skólanna.
Við óskum ÍSAT-kennurum í skólahverfi Vesturs góðs gengis og hlökkum til að heyra af samstarfi þeirra.
Íslenskubrú fer af stað af fullum krafti haustið 2024 og stendur verkefnið yfir til vors 2025. Þátttökuskólar hafa fengið tölvupóst um verkefni vetrarins og fyrirkomulag funda. Stýrihópur mun funda á Teams, 20. ágúst, kl. 14:00 og starfshópur mun funda 21. ágúst, kl. 9:00-10:30 í Breiðholtsskóla.
24. nóvember 2024
Það er heilmargt efni að detta inn á síðuna. Það eru komin tvö ný æfingahefti, eitt um plöntur og annað um samfélagsfræði. Hvet ykkur til að kíkja á það.