Hér er til hliðar er að finna yfirlit yfir heppilegar lestarbækur fyrir nemendur af erlendum uppruna sem eru nýbyrjaðir að læra tungumálið íslensku. Þetta er ekki tæmandi listi og vonandi líður ekki á löngu þar til lestrarbækur fyrir íslensku sem annað mál verða gefnar út.
Í Fellaskóla er lögð áhersla á lestur sem og heimalestur. Til að fylgja lestrinum vel eftir hafa þau útbúið heimalestrarblöð fyrir nemendur og yfirlit yfir helstu lestrarbækur frá Miðstöð menntunar og skólaþjónust.
Stafrófskennsla
Í upphafi er gríðarlega mikilvægt að kenna hljóð íslenskra stafa. Mikilvægt er að rifja upp og kenna framburð og tryggja að nemendur nái tökum á hvaða hljóð tengist hvaða staf í íslenska stafrófinu.
Það hefur reynst vel að styðjast við K-pals eða G-pals í lestrarkennslu nýkominna fjöltyngdra barna. Það er til öflug heimasíða sem hægt er að kynna sér Pals og framkvæmd hennar.
Léttlestrarhefti sem henta vel fyrir byrjendur, sérstaklega hefti 1-5. Það þarf að meta eftir nemendum hversu mörg hefti eru tekin.
Hér er að finna yfirlit yfir lestrarbækur á yngsta stigi í þyngdarröð. Þessi listi er ekki hugsaður fyrir byrjendur í íslensku en það er hægt að styðjast við hann til að velja lestrarbækur fyrir byrjendur í íslensku.
Bækurnar um Bólu henta mjög vel fyrir nemendur sem eru komin vel af stað í lestrarnáminu. Elín Margrét Gunnarsdóttur hefur útbúið verkefni við allar tíu bækurnar.
Hér er hægt að nálgast lestrarbækur með vinnubókum fyrir nemendur sem eru komnir vel áleiðis í lestri. Bækurnar eru 14 talsins.