Íslenskubrú er þverfaglegt samráð allra fimm grunnskólanna í Breiðholti, Íslenskuvers Breiðholts og Suðurmiðstöðvar til að mynda heildstæða og faglega umgjörð um íslenskunám nýkominna nemenda af erlendum uppruna. Markmið þróunarverkefnins Íslenskubrúar er að kennsluhættir taki mið af fjölmenningarlegum nemendahópi og að gott flæði sé í íslenskunámi nemenda frá fyrstu móttöku og að sjálfstæðri þátttöku þeirra í öllu skólastarfi. Mynda á samfellda brú í íslenskukennslu nemenda þar sem umsjónarkennarar, íslenskukennarar og kennarar allra námssviða taka þátt auk þess að efla samstarf heimila og skóla.
Markmið Íslenskubrúar er að byggja upp markvissa náms- og kennsluáætlanir fyrir íslensku sem annað mál út frá Aðalnámskrá grunnskóla. Í öðru lagi að þróa náms- og kennsluhætti á breiðari grundvelli þannig að komið sé til móts við nemendur af erlendum uppruna hvort sem það er í íslensku, öðrum námssviðum eða í frímínútum. Í þriðja lagi að virkja foreldra til frekari samstarfs um íslenskunám barna sinna. Í fjórða lagi að móta gögn og leiðir þannig að afraksturinn nýtist á landsvísu um kennslu íslensku sem annars máls í þéttu samstarfi allra grunnskólanna í hverfinu sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki.
Til að vinna þessum markmiðum brautargengi vinna allir skólar saman að því að útbúa faglega umgjörð um kennslu íslensku sem annars máls á 2. og 3. stig í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla til að nemendur geti gengið að því vísu að fá sömu gæðakennslu óháð skóla. Fagleg umgjörð felur m.a. í sér námsþættir, námsviðmið, kennsluáætlanir, námsefnisyfirlit, árangursríkir kennsluhættir og námsmat. Allir kennarar óháð fagi og stöðu þurfa að tileinka sér þekkingu, tækni og leikni til að kenna nemendum með fjölbreyttan tungumálabakgrunn. Það er von okkar að Íslenskubrú verði til þess að frekari þekking verði á á leiðum til að mæta þörfum nemendanna, sérstaklega í stórum nemendahópum.
Verkefnið Íslenskubrú er styrkt af mennta og barnamálaráðuneyti í gegnum nýsköpunar- og starfsþróunarsjóði.
Ritstjóri er Erla Guðrún Gísladóttir, verkefnstjóri Íslenskubrúar.