felur í sér orðaforðakennsla samhliða því að málfræðiatriði eru kynnt. Nemendur eru rétt að byrja að læra málið og því þarf að gæta vel að kenna orðaforðann samhliða málfræðikennslu. Það er engin ástæða til að bíða með málfræðikennslu, hún hefst um leið og nám í íslensku hefst. Hvernig málfræðin er kennd stýrist af nemendum, ólæsir þurfa aðra nálgun heldur en nemandi í 9. bekk með langa skólagöngu að baki. Það þarf ætíð að sníða málfræðikennsluna að aldri nemenda og fyrri þekkingu.
Fallbeygingu er hægt að kynna í byrjun með þeim hætti að benda á að orð í íslensku taki sífelldum breytingum en orðið þýðir engu síður það sama, t.d. köttur - ketti.
Við mælum með að kyn orða sé kennt frá upphafi íslenskukennslu. Námsheftin Ég vil læra íslensku er dæmi um hvernig orðaforða- og málfræðikennslu er fléttað saman með góðum hætti.
Í tungumálanámi er mikilvægt að unnið sé með flesta færniþætti og nemandi fái tækifæri til að hlusta á málið, iðka það, lesa og skrifa það. Á 1. stigi í íslenskunámi er mikilvægt að gefa nemendum tækifæri til samtals við kennara, að hafa vandaðar innlagnir og sýnikennslu. Þegar ný atriði eru lögð inn þá er upplagt að nýta tækifæri til samræðna við nemenda. Í upphafi náms eru meira um að nemandi endurtaki eftir kennara en þegar líður á námið þá á að nemandi að geta svarað spurningum kennara og jafnvel tekið þátt í samræðum. Samtal á milli kennara og nemanda er gríðarlega miklvægt þar sem nemandi fær tækifæri til að hlusta á málið og iðka það ásamt því að þjálfun á einstökum þáttum málsins fer fram. Endurtekning og þjálfun er mikilvæg í tungumáli en gæta þarf þess námið verði ekki einhliða færniþjálfun. Spil t.d. frá Dósaverksmiðunni eru frábær leið til að leggja inn málfræðiatriði.