Nemendur skila verkefnum a.m.k. tvisvar og fá endurgjöf frá kennara á milli.
Skila má verkefnum skriflega, með myndböndum eða hljóðskrám. Upplýsingar um skiladaga er að finna í google classroom og mentor.
Mikilvægt er að nota réttan orðaforða.
Upplýsingar má finna í 3. kafla bókarinnar Maður og náttúra, 2. kafla bókarinnar Eðlisfræði III, myndböndum og ítarefni.
Verkefnapakki C
Veldu 5 spurningar og skilaðu í google classroom.
Hvað er átt við þegar talað er um jarðefnaeldsneyti og á hvaða hátt hefur bruni á því áhrif á umhverfið? Hvað eru endurnýjanlegir orkugjafar?
Hvað er kolefnisjöfnun? Nefndu dæmi um hvernig við getum kolefnisjafnað t.d. ferðalög. Skiptir kolefnisjöfnun máli þegar við veljum hvaða vörur við kaupum og hvaðan þær koma?
Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig hafa þau áhrif á jörðina? Hvað yrði um lífið á jörðinni ef ekki væru nein gróðurhúsaáhrif?
Hvaða hlutverki gegnir ósonlagið fyrir lífverur á jörðinni?
Hvað er ofauðgun? Hvað gerist ef of mikið af nitri eða fosfór safnast fyrir í stöðuvatni? Hvað hefur þetta með áburðarnotkun að gera?
Hvers vegna er oft mikið af eiturefnum og þungmálmum í vefjum ísbjarna þótt þeir búi langt frá mannabústöðum? Þurfum við eitthvað að hafa áhyggjur af þessu?
Áður töldu menn að sorphaugar og sorpbrennsla væru góðar aðferðir til að losna við eiturefni í sorpinu. Hvers vegna er þetta ekki svona einfalt?
Verkefnapakki D
Svarið 5 spurningum og skilaðu í google classroom
Nefnið dæmi um hvernig við getum endurunnið og endurnýtt hluta af því sem annars gæti endað ruslinu hjá okkur. Af hverju skiptir þetta máli?
Hvernig virkar aðferð Carbfix til að binda kolefni? Hvaða áhrif gæti þetta haft á jörðina til lengri tíma?
https://www.carbfix.com/operations#how-carbfix-works
Hvað er átt við með orkuskiptum (t.d. í samgöngum)?
Veljið 2 verkefni í aðgerðaáætlun stjórnvalda og útskýrið af hverju þessi verkefni skipta máli.
Nefndu nokkrar leiðir sem mætti fara til þess að minnka sorpmagn frá venjulegu heimili. Af hverju skiptir þetta máli?
Hvaða getum við sem samfélag gert til að spara orku?
Hvernig getum við stuðlað að betra umhverfi með vali okkar á neysluvörum? Nefndu dæmi um hvað þú getur gert.