Nemendum er skipt upp í 3 til 4 manna hópa út frá hópverkefninu sérfræðingar. Í hverjum hópi er a.m.k. einn úr hverjum hópi úr hinu verkefninu.
Viðfangsefnið er hvað þarf að gera til að sporna við loftlagsbreytingum og umhverfisvandamálum. Þið eruð stjórnvöld og hafið fullt vald til að gera það sem þarf að gera.
Hvað þarf að gera:
Á heimsvísu
Á Íslandi
Heima hjá okkur
Nemendur vinna myndband (frjáls uppsetning á myndbandi), kynningu eða hljóðvarp.
Nemendur hafa um fjórar kennslustundir þar sem tvær kennslustundir fara í umræður og tvær í að búa til myndband/kynningu/hljóðvarp.