Metið er hve vel nemendur uppfylla hæfiviðmiðin sem liggja undir.
Markmið úr Aðalnámskrá:
Náttúrugreinar - Líffræði
Vinnubrögð og færni
Nemendi geti aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.
Ábyrgð á umhverfinu
Nemendi geti tekið þátt í að skoða og skilgreina stöðu umhverfismála á heimsvísu og rætt um markmið til umbóta.
Lykilhæfni úr Aðalnámskrá:
Tjáning og miðlun
Nemandi geti brugðist með rökum við upplýsingum og hugmyndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða.
Sjálfstæði og samvinna
Nemandi geti verið leiðandi í samstarfi og borið ábyrgð í útfærslu leiða að sameiginlegum markmiðum.
Eftirfarandi matslisti er til grundvallar.
Geri sér vel grein fyrir og geti útskýrt ágætlega áhrif flutninga á útblástur og kolefnisspor
Geri sér vel grein fyrir og geti útskýrt ágætlega dreifingu neyslu og orkunotkunar í heiminum
Geti útskýrt hugtökin kolefnisjöfnun og kolefnisspor vel
Geti útskýrt vel áhrif bruna jarðefnaeldsneytis á gróðurhúsaáhrif
Geti útskýrt gróðurhúsaáhrif vel og sagt vel frá hvað veldur þeim
Getið útskýrt ágætlega hvað endurnýjanlegir orkugjafar eru og nefnd mörg dæmi um þá
Geti sagt ágætlega frá áhrifum gróðurhúsaáhrifa á hlýnun jarðar og sagt ágætlega frá hvaða áhrif það hefur á veðurfar
Geti nefnt nokkra hugsanlega orkugjafa í samgöngum sem menga minna en bruni jarðefnaeldsneytis
Geti sagt frá nokkrum leiðum hvernig nemandinn getur sparað orku og veldið mun minni orku
Geti sagt ágætlega frá hvað getur skaðað ósonlagið
Geti útskýrt ofauðgun ágætlega og útskýrt ágætlega hvernig hægt er að koma í veg fyrir hana
Geti útskýrt ágætlega uppsöfnun eiturefna og þungmálma í fæðukeðjum
Geti útskýrt ágætlega tilgang endurvinnslu
Samþætting við ensku.
Hæfniviðmið.
Nemendur svara í heilum setningum og nota stóran staf í upphafi
Fáar eða engar stafsetningarvillur í svörum
Nemendur geti þýtt orðinn og notað til þess orðabók - snara.is
Samþætting við stærðfræði.
Hæfniviðmið.
Nemendur geti lagt mat upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði t.d. í fjölmiðlum.
Samþætting við samfélagsgreinar.
Hæfniviðmið.
Nemendur geti ígrundað og metið upplýsingar um menningar og samfélagsmál sem birtast í texta eða myndrænum búningi.
Heimild:
Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti. (2011). Greinasvið. (2013). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.