Þessi umræðuverkefni eru tekin fyrir í kennslustund og því þurfa nemendur ekki að skila þeim.
Spjallfélagar X
Hvernig er það jákvætt fyrir umhverfið að nota almenningssamgöngur í stað einkabíla?
Hvað getur þú gert til að minnka gróðurhúsaáhrifin?
Hvernig eru gróðurhúsaáhrifin að hafa áhrif á veðurfar á jörðinni?
Hvaða orkugjafi gæti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti á bílana okkar sem ekki veldur gróðurhúsaáhrifum? Nefndu eins marga og þú getur.
Hvaða afleiðingar gætu fylgt því að yfirborð sjávar hækkar vegna hlýnunar jarðar?
Spjallfélagar Y
Hvernig stuðlar eyðing skóga að auknum gróðurhúsaáhrifum?
Hvers vegna er lífefnaeldsneyti betra en jarðefnaeldsneyti?
Hvaða hættur geta fylgt skemmdum í ósonlaginu?
Af hverju er mikilvægt að skila spilliefnum á endurvinnslustöðvar?
Nefndu dæmi um hvernig rafmagnsframleiðsla á Íslandi hefur slæm áhrif á umhverfið?
Spjallfélagar Z
Hvaða lausnir eru í sjónmáli við þeim umhverfisvanda sem nú blasir við?
Hvaða kostir og gallar fylgja rafmagnsbílum?
Er raunhæft að stefna að því að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2040 eins og stefnt er að?
Hvað er sjálfbærni? Hvernig tengist það umhverfismálum?
Hvað gætuð þið flokkað og skilað í endurvinnslu sem er ekki gert heima hjá ykkur í dag?