Samþætting við ensku.
Umræðuverkefni.
Hver er maðurinn (Sr. David Attenborugh)
Horft á viðtal við hann úr 60 Minutes.
Hver er maðurinn? Fyrir hvað er hann þekktur?
Eigum við taka mark á því sem hann segir?
Horft á myndina "Life on our planet" þar sem farið er yfir störf Sr. David Attenborugh og hann ræðir breytingar á jörðinni síðastliðin 50 ár.
Nemendur vinna orðalista á ensku upp úr myndinni.
Nemendur velja að minnsta kosti sjö orð úr þessum orðalista í eftirfarandi verkefni.
Nemendur skrifa texta um breytingar sem hafa orðið á jörðinni á síðustu fimmtíu árum. Hér má vitna í önnur verk eftir Sr. David Attenborugh.
Meðhöfundur: Anna Lena Halldórsdóttir
Samþætting við stærðfræði.
Umræðuverkefni. Nemendur ræða saman í 3 manna hópum. Kennari tekur saman umræðu í lok tímans.
Skoðið þessa heimasíðu og línuritin á henni. Eru þetta "góð" línurit. Er hugsanlegt að þau séu að einhverju leiti villandi. Að hvaða leiti eru þau "góð" og að hvaða leiti eru þau "vond"?
Samþætting við samfélagsgreinar.
Umræðuverkefni. Nemendur vinna í 4 manna hópum. Kennari tekur saman umræður í lok tímans.
Skoðið þessar tvær myndir. Sú til vinstri sýnir losun á koltvíoxíði í Bandaríkjunum og hin sýnir allar McDonaldsstaði þar í landi. Af hverju er þessar dreifingin á þessu tvennu nær því sú sama. Er þetta góður samanburður. Færðu rök fyrir því af hverju og af hverju ekki.
Heimildir:
https://scitechdaily.com/scientist-maps-co2-emissions-for-entire-us/
https://www.redliondata.com/mcdonalds-im-lovin-it/