Loftlagsbreytingar og órjúfanlegur hluti tilverunnar í dag hvort sem við búum á Íslandi eða Maldíví eyjum. Barak Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komst vel að orði þegar hann sagði að við værum fyrsta kynslóðin til að finna fyrir loftlagsbreytingum og sú síðasta sem gæti gert eitthvað í því. Nýlegar upplýsingar frá Sameinuðu þjóðunum taka af allan vafa um ábyrgð mannsins og hverjar afleiðingarnar geta verið ef við bregðumst ekki við.
Það er mikilvægt að nemendur átti sig á því hvað er að gerast og hvað þeir geta gert í því. Á sama hátt skiptir máli að nemendur taki ekki á sig of mikla ábyrgð þannig að loftlagsbreytingar fari að valda kvíða. Passlegur kvíði rekur okkur til aðgerða en of mikill kvíði veldur vanlíðan. Við þurfum að finna hinn gullna meðalveg í þessum málum. Ef við lærum að þekkja kvíða og hvað við getum gert við honum þeim mun oftar náum við tökum á honum.
Lausnin er alltaf fræðsla og aðgerir sem hver og einn veldur sem og að reyna að hafa áhrif á aðra. Vera góð fyrirmynd. Eins og Max Lucado sagði þá getur enginn gert allt en allir geta gert eitthvað.
Heimildir
Bark Obama. Climate Change Quotes. sótt 8. mars 2022 af https://curious.earth/blog/climate-change-quotes/
Max Lucado. Quotenova.net. sótt 8. mars 2022 af https://www.quotenova.net/authors/max-lucado/x9g9e2