Þakkardagur vinaliða
Þakkardagur vinaliða
Vinaliðarnir sem valdir voru í haust hafa nú lokið sínum störfum og nýir vinaliðar eru teknir við. Í lok hverrar annar er vinaliðum þökkuð vel unnin störf. Þakkardagurinn byrjaði á því að farið var í Kahoot spurningakeppni. Síðan var tekinn strætó í Grafarvog og stoppað í Keiluhöllinni í Egilshöll. Þar spiluðu vinaliðar keilu og fengu sér pítsu. Að lokum horfðu krakkarnir á bíómynd og allir voru ánægðir með skemmtilegan dag.