Dagana 13. - 24. janúar var popplestrarátak í Hvassaleitisskóla. Nemendur lásu heima og í skóla og söfnuðu poppbaunum í krukkur. Fyrir hverjar 15 lesnar mínútur fékkst ein teskeið af baunum og fyrir hverjar 30 mínútur ein matskeið. Í lok átaksins var popphátíð og allir fengu popp.
Það voru nemendur í 4. bekk sem lásu mest að þessu sinni eða 14.377 mínútur. Næst á eftir þeim voru nemendur í 1. bekk sem lásu 13.752 mínútur. Frábært hjá þeim.