Ari Magnús Valgeirsson, nemandi í 4. bekk Hvassaleitisskóla, færði skólasafninu myndasögur að gjöf í febrúar. Fyrri sagan fjallar um aðdraganda þess að Svampur Sveinsson fór að svamla um á Bikinibotnum að mati höfundar. Ari samdi textann og teiknaði allar myndirnar eins og í seinni sögunni, sem heitir Stubbakarlarnir fara í útilegu. Myndasögurnar hans hafa notið mikilla vinsælda hjá yngstu nemendum skólans og hann er að sögn með fleiri sögur í vinnslu sem hann hyggst líka gefa safninu í náinni framtíð.