Þriðjudagurinn 4. febrúar höfðu 1. bekkingar verið í skólanum í 100 daga. Í tilefni dagsins föndruðu nemendur kórónur og börnin gerðu mynd af því hvernig þau myndu líta út þegar þau verða 100 ára. Allir fengu að telja 100 góðgæti í poka og dagurinn endaði á því að við horfðum á tvo þætti af Blæju og fengum okkur smá góðgæti.