Himingeimurinn í 4. bekk
4. bekkur vinnur nú jafnt og þétt að þemaverkefni um himingeiminn, þar sem vinna í íslensku, náttúrufræði, ensku, sköpun og tölvum er samþáttuð.
Nú þegar höfum við gert okkur sjálf sem geimfara, búið til geimflaugar, geimmyndasögur, geimkrossglímur og fleira skemmtilegt. Þessari vinnu höldum við áfram fram í mars og fullt meira skemmtilegt á eftir að fæðast hjá okkur, enda sólkerfið eitt stórt ævintýri.