Pólskir nemendur úr 7. og 8. bekk Breiðholtsskóla, Foldaskóla og Hagaskóla hafa verið að æfa leikritið Kijanki eftir pólska skáldið Jan Brzechwa í Tungumálaverinu. Leikritið er fyndið með einföldum texta en sendir samt sterk skilaboð til áhorfenda og vekur fólk til umhugsunar um gagnrýna hugsun. Allir leikendur hafa skemmt sér vel í þessum nýju hlutverkum.