Hópur úr 5.bekk hefur að undanförnu verið að æfa sig á skólahljóðfæri (tréspil og klukkuspil) í tónmennt. Nemendur spreyttu sig á útsetningu á laginu Krummi svaf í klettagjá og voru mjög duglegir að æfa, fyrst í tveimur hópum sem síðar voru settir saman í eina hljómsveit. Til viðbótar við spilamennskuna sungu nemendurnir einnig yfir eigin undirleik. Eftir miklar og góðar æfingar var lokapunktur settur við verkefnið með tónleikum í tónmenntastofunni þar sem Maríu aðstoðarskólastjóra og Karen námsráðgjafa var sérstaklega boðið að koma og hlusta. Þetta var mjög skemmtileg vinna og nemendur stóðu sig einstaklega vel.