Útikennsla

Heilbrigði og velferð Útikennsla
Grænfáninn kynning

Verkefnabanki

Hversu vel þekkir þú þitt svæði?

Berjaferð

Tré í okkar umhverfi

Fuglarnir okkar

Kennslustofurnar okkar í nágrenni skólans

Stundum er gott að breyta um umhverfi...

Það er gott að komast út í náttúruna til að sjá hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Í nágrenni skólans erum við svo heppin að hafa gott úrval af útikennslustofum sem við getum nýtt okkur. Það sem við erum svo heppin með er að hafa fullkomið 360°útsýni til fjalla, jökla, sjávar, sveitanna í kring og svo bæinn okkar, Höfn.

Lærum á klukkuna - verkefni

Það læra sumir betur úti undir beru lofti. Nú á tímum þegar nánast allir eiga síma og tölvuúr, þá er gamla góða skífuklukkan að lenda svolítið útundan. Það er sniðugt að gera smá ratleik, hægt að fara út, stilla upp steinunum og finna út hvað klukkan er.

  • Setja steina í poka

  • Nemendur fá verkefnablöð þar sem þau eiga að sýna hvað kl. er

  • iPad til að taka myndir af verkefninu og skila því svo, t.d. á Seesaw

  • Hægt er að útfæra ýmsar þrautir þar sem þarf að stilla upp réttum tíma og nota steinaklukkuna til að finna rétt svar


Leikjabanki

Hér er frábær leikjabanki, uppsetningin er mjög góð og leikjum líst í máli og myndum. Leikirnir skiptast í þrennt; námsleiki, samvinnuleiki og hreystileiki. Þetta eru leikir sem er bæði hægt að gera úti og inni. Hér er tengill á slóðina inn á mms.is