Umhverfisdagur
Grunnskóla Hornafjarðar


UMHVERFISSÁTTMÁLI.pdf

Umhverfisdagur

Umhverfisdagurinn er einu sinni á ári. Þá taka allir nemendur þátt í að fegra bæinn sinn og hver bekkur fær úthlutað svæði til að týna rusl. Í lok dags hittast allir á skólalóðinni í Hafnarskóla og þar grillum við pylsur og leikum okkur saman eftir gott dagsverk. Ágóðinn af ruslatýnslunni fer í ferðasjóð nemenda.


Umhverfissáttmálinn okkar

Hér er að finna umhverfissáttmála skólans, það má sækja afrit af honum með því að fara í skjalið hér fyrir neðan: 

Umhverfissáttmáli Grunnskóla Hornafjarðar

Þetta veggspjald á að vera inn í öllum stofum - á umhverfisdaginn fara kennarar yfir tengingu skólans við Heimsmarkmiðin og Grænfánann.

Umhverfisdagurinn vorið 2023 ♻️
Allar upplýsingar, dagskrá og verkefni ⬇️

Umhverfisdagur í skólanum -
Dagskrá vor 2023

Dagskrá:

8:10-9:30
-Mæting í heimastofur og farið yfir skipulag dagsins.
-Ávaxtabiti áður en farið er út.

Markmið
-Að nemendur hugi að nærumhverfinu
-Að nemendur læri um hringrásarhagkerfið með áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu
-Að nemendur fræðist um umhverfismál og átti sig á mikilvægi þess að hugsa vel um náttúru og nærumhverfi
-Fræðsla í umhverfisvernd

Heimsmarkmiðin & Grænfánaskóli
Hver bekkur fær þetta veggspjald og það á að vera í stofunni.
Ræðum aðeins heimsmarkmiðin og Grænfánann og minnum á að við erum búin að vinna með heimsmarkmið 6 & 14 í vetur (nemendur eiga að vita það).

Verkefni 1)  (2 mín)
Hver bekkur giskar á það hversu mörg kg. af rusli verða týnd þennan daginn? (Við fáum áhaldahúsið til að senda okkur þær upplýsingar)

Verkefni 2)  (20 mín) Umhverfissáttmálinn okkar - Hópavinna

Hvað ætti að standa á umhverfissáttmála skólans?
5-6 í hóp
(ath, yngri nemendur:það er kannski nóg að fara yfir umhverfissáttmálann og ræða  saman um  hann og hvert atriði).
Fá nem. til að taka smá þankahríð og skrifa niður sínar hugmyndir um það hvað ætti að vera á umhverfissáttmála skólans.
Fara yfir umhverfissáttmála skólans eins og hann er í dag og ef eitthvað nýtt kemur fram í þessari vinnu, skrá það niður.
Senda niðurstöður á berglinds@hornafjordur.is  það má taka mynd og senda hana.

3) Verkefni 3 (20 mín) Fara yfir kynningu á Grænfánanum

 Sömu hópar, vinna í litlum hópum og fylla út blaðið, hvað táknar Grænfáninn?
Hver hópur teiknar upp grænfánann á  A3 blað og  merkir inn á  sitt blað fyrir hvað allt stendur, bókin, tréð,  o.s.frv.
Grænfánakynningin er fyrir neðan kortin hér á þessari síðu.  

4) Hvernig stöndum við okkur í skólastofunni? (2 mín)
-Við flokkum pappír, pappa og plast í skólastofunni?
-Við spörum rafmagn/ljós þegar við getum?
-Við förum vel með eigur skólans svo ekki þurfi að endurnýja að óþörfu?

9:30
Allir út að týna rusl - muna að fá sér ávaxtabitann fyrst :) 

Venjulegur miðvikudagsmatur-fiskur
11:10 yngsta stig
11:50 miðstig
12:20 unglingastig
-Leikir  á  skólalóðinni í Hafnarskóla, skólavinir og nokkrir nemendur úr unglingadeild eru á nokkrum stöðvum.



*Umhverfisnefnd nemenda skrifar frétt um umhverfisdaginn.

Framkvæmd:

Deginum er skipt upp í annars vegar fræðslu og umræður í skólanum og hins vegar í aðgerðir í nærumhverfi skólans. Nemendur fegra umhverfið með því að týna rusl, sópa, lagfæra blómabeð eða annað minniháttar sem þarf að lagfæra.

Tilvalið er að hafa fræðsluna tengda því afhverju fólk ætti að huga að umhverfinu og passa upp á það að ruslið okkar endi á réttum stað en ekki í umhverfinu. Hugleiðingar og fræðsla um hringrásarhagkerfið á hér vel við.



Grænfáninn kynning
Umhverfisdagur Vor 2021

Kennslugögn frá Heimsins stærstu kennslustund- bæði verkefni og kveikjur!


Í samstarfi við UNICEF voru kennslugögn útbúin fyrir Heimsins stærstu kennslustund (World’s Largest Lesson) í september 2015, sem eru leiðbeiningar fyrir 30 og/eða 60 mínútna langar kennslustundir, ásamt myndbandi um markmiðin með íslensku tali og teiknimyndasögu. Síðan þá hefur árlega verið bætt við efni frá Heimsins stærstu kennslustund, bæði kennslustundum og myndböndum sem þýtt hefur verið yfir á íslensku og stendur til að auka við það jafnt og þétt. Þetta efni má nálgast hér fyrir neðan ásamt því að nálgast má efni á ensku frá átakinu Heimsins stærsta kennslustund fyrir hvert Heimsmarkmið fyrir sig.

Með von um að öll börn landsins fái kennslu um þessi mikilvægu markmið allra þjóða heims og taki þátt í móta sinn heim fyrir 2030.

Til þess að fara inn á verkefnabankann, smellið á linkinn í græna kassanum hér fyrir neðan: Heimsmarkmiðin, frábært efni og flottur verkefnabanki. 


Er jörðin í hættu? Verkefnabanki

Frábær verkefnabanki sem má nálgast á vefsíðunni Jörð í hættu!?  Til að fara á vefinn smellið á hnappinn hér til hægri.

Jörð í hættu!? er nemendastýrt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar og er megináhersla lögð á sjálfbæra þróun, umhverfismennt og loftlagsmál.

Verkefnavinnan einkennist af sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, ferli vísinda og skapandi skilum.

Verkefnið er þverfaglegt og tekur mið af hæfniviðmiðum og lykilhæfni Aðalnámskrár frá 2011 sem er byggð á grunnhugmyndum um menntun á 21. öldinni

Jörð í hættu!? byggist á 5 þemum sem eru loft, nauðsynjar, rusl, vatn og geta til aðgerða.


Heimsmarkmið umhverfisvikan vor 2022

2.bekkur 

2.GS var að vinna með heimsmarkmið 15: Líf á landi

3. ES vann með HEIMSMARKMIÐ 14 Líf í vatni