Námsefni og verkefnabankar

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna
Námsefni sem hentar öllum aldri-flott efni

Kennslustundir sem eru tilbúnar  og vel uppsettar.
Á þessari síðu eru tilbúnar kennslustundir og upplýsingar sem fylgja öllum heimsmarkmiðunun. Smellið á þennan link til að komast inn á síðuna.
Í samstarfi við UNICEF voru kennslugögn útbúin fyrir Heimsins stærstu kennslustund (World’s Largest Lesson) í september 2015, sem eru leiðbeiningar fyrir 30 og/eða 60 mínútna langar kennslustundir, ásamt myndbandi um markmiðin með íslensku tali og teiknimyndasögu. Síðan þá hefur árlega verið bætt við efni frá Heimsins stærstu kennslustund, bæði kennslustundum og myndböndum sem þýtt hefur verið yfir á íslensku og stendur til að auka við það jafnt og þétt. Þetta efni má nálgast hér fyrir neðan ásamt því að nálgast má efni á ensku frá átakinu Heimsins stærsta kennslustund fyrir hvert Heimsmarkmið fyrir sig. 

Hvernig viltu að heimurinn verði árið 2030?

Vor 2022

Kennslustund sem kynnir heimsmarkmiðin, hér er hægt að nálgast verkefnið. 

Ekki sóa neinu!
Heimsmarkmiðin-
Verkefni GH vorið 2022

Heimsmarkmið 13: Ekki sóa neinu! – Gefum aðföngum okkar ný hlutverk (45 mín. 8-14 ára)

aðgerðir í loftslagsmálum.
Allskonar verkefni sem voru unnin útfrá þessu. Bekkir gerðu kynningar, auglýsingar, hópaverkefni og einstaklingsverkefni.

Jörðin er heimkynni okkar allra
Heimsmarkmiðin
Verkefni vor 2022

Vor  2022
Heimsmarkmið 13: verkefnið Jörðin er heimkynni okkar allra – Hvernig er unga fólkið að vernda plánetuna okkar?
Hvert er markmiðið með þessu verkefni?
Hvaða útkomu viljum við sjá?


Hringrás vatns

Stutt myndband um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sjálfbær þróun
Inn á þessari síðu eru hugmyndir sem hægt er að nota þegar verið er að kenna og útskýra ,,hvað er sjálfbærni"?

Hér er myndband á íslensku sem útskýrir hvað er sjálfbærni.

Loftslagsbreytingar

Hvað eru loftslagsbreytingar? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar? Af hverju stafa þær? Hvað getum við gert til að sporna við þeim?Hvernig komum við í skólann? Komum við gangandi, hjólandi, á bíl eða með strætó? Hvaða áhrif hafa mismunandi samgöngutæki á umhverfið? En heilsuna? Loftslagsbreytingar og samgöngur eru meðal þema Skóla á grænni grein. Hér má finna upplýsingar á heimasíðu Grænfánans.  

Jöklarnir okkar bráðna

Loftlagsbreytingar er eitthvað sem fer ekki framhjá okkur sem búum í nálægð Vatnajökuls, við sjáum vel á jöklunum okkar að þeir eru að minnka. Þetta er góð heimild sem sýnir þessar hröðu breytingar. Myndina vann fræðimaðurinn Þorvarður Árnason við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði í félagi við Kieran Baxter, sem er vísindamaður og kennari í samskiptahönnun við Háskólann í Dundee í Skotlandi.
Á heimasíðu Náttúruverndar má finna frekari upplýsingar um myndina sem er 12. mín. að lengd. Hér er tengill á myndina  After Ice 

Hér má finna ýmislegt efni sem hægt er að nota í kennslu og verkefnum um loftlagsmál, ýtið á textann undir myndunum.

Grænfáninn 20 ára

Grænfáninn á 20 ára afmælisár-2021-2022. Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.

Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Á myndinni er hægt að sjá þema hvers mánaðar, en Grænfánaskólar fá afmælispakka í hverjum mánuði með upplýsingum og verkefnum sem tengjast þema hvers mánaðar. Hér er hægt að sjá verkefnin inn á síðu Grænfánans.

Hafið í huga að verkefnin eru fjölbreytt og nýtast í öllum fögum og eru fyrir allan aldur. 



Hreint haf

Hér er tengill á vef Landverndar með efninu Hreint haf. Hreint haf – Plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum.  


Náttúran okkar

Hér er tengill á vef Landverndar  með efninu Náttúran okkar. Þarna er mikið af efni og góðum kennsluleiðbeiningum.

Halló heimur

Námsefnið Halló heimur er fjölbreitt, hægt að nálgast allt efnið á mms.i

Ævar vísindamaður

Hér er myndband þar sem Ævar vísindamaður er að fara yfir: Hvað eru loftlagsbreytingar.

Sjálfbær þróun: Hér að ofan er hægt að nálgast helling af góðu efni til að nota fyrir allt aldursstig.

Flottur verkefnabanki

Ýtið hér til þess að komast inn á síðuna hjá Grænfánanum / Landvernd. Þessi verkefni henta fyrir eina kennslustund og í þemavinnu.

Hreint haf - kveikjur

Á þessari síðu er mikið af verkefnum sem  tengjast hafinu, bæði gott sem kveikjur og allskonar verkefni.

Blikur á lofti- veður

Hér er tengill á námsefni sem heitir Blikur á lofti og fjallar um veður á jörðinni og á Íslandi.

Landafræði loftslag

Námsefni inn á Skólavefurinn.is
Í bókinni   er fjallað um loftslag, hvað hefur áhrif á það, loftslagsbelti, árstíðir, möndulhalla, hafstrauma, hæðir og lægðir og margt fleira. Gott efni með góðum myndum.

Jörð í hættu

Frábær verkefnabanki sem má nálgast á vefsíðunni Jörð í hættu!?  Til að fara á vefinn smellið hér.

Jörð í hættu!? er nemendastýrt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar og er megináhersla lögð á sjálfbæra þróun, umhverfismennt og loftlagsmál.

Verkefnavinnan einkennist af sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, ferli vísinda og skapandi skilum.

Verkefnið er þverfaglegt og tekur mið af hæfniviðmiðum og lykilhæfni Aðalnámskrár frá 2011 sem er byggð á grunnhugmyndum um menntun á 21. öldinni

Jörð í hættu!? byggist á 5 þemum sem eru loft, nauðsynjar, rusl, vatn og geta til aðgerða.

Lífríki við strendur Íslands

Vefurinn Sjávarlíf.is  er fullur af fróðleik og upplýsingum um hafið í kringum Ísland. Mjög góður vefur til að benda nemendum á þegar verið er að afla sér upplýsinga um allt tengt hafinu við Ísland. Þetta er safn ljósmynda og myndskeiða eftir Erlend Bogason kafara, sem færir okkur nýja sýn á veröldina í undirdjúpunum við Ísland.

Smellið hér til að komast á vefinn.

Verkefnakista fyrir allan aldur

Þurfum við að eiga þetta allt! Hér er hægt að finna verkefni sem er búið að tengja við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, alveg hellingur af hugmyndum á vef Landverndar og Grænfánans. Það er hægt að nota þessi verkefni í flestum fögum þannig að þau virka vel í samþættingu.

Þér er velkomið að nýta verkefnin að vild. Þú getur valið verkefni m.t.t. þema, skólastigs, staðsetningar, árstíðar eða grunnþáttar úr aðalnámskrá.



Krakkarúv og heimsmarkmiðin

Ýmsir þættir sem tengjast umhverfismálum má finna á Krakkarúv. Hér er linkur á þættina um heimsmarkmiðin, getur verið góð kveikja.


Teiknimyndasaga


Hér er linkur á teiknimyndasögu

Endurnýta, endurvinna, eyða minna!

Frábært myndband sem útskýrir vel loftlagsbreytingar og sjálfbæra þróun.

Hvað eru loftslagsbreytingar?

Hér er tengill á efni frá Landvernd/Grænfánanum, myndband sem útskýrir vel loftslagsbreytingar.

Skapandi skil og skemmtileg verkefni

Hvað eru skapandi skil?
Nemendur ákveða með hvaða hætti þeir útfæra afurð verkefnisins, þeir geta gert mynd, ljósmynd, slagorð, ljóð, myndband, leikverk, tónlist, gjörning, auglýsingu, skrifað bréf eða grein í blað eða hvað sem þeim dettur í hug.

Lykilatriði er að deila efninu með öðrum t.d. á samfélagsmiðlum skólans, hengja upp veggspjöld í kjörbúðinni, hafa samband við KrakkaRúv, RúvNúll, tala við fjölskyldu og ættingja o.s.frv. Að auki er verkefnið kynnt á lokakynningu fyrir bekkinn. 


Hér er hægt að fá hugmyndir af verkefnum sem tengjast umhverfisvernd og sjálfbærni með tilliti til skapandi skila og fjölbreyttra aðferðra. 

Hér er tengill á síðuna með frekari upplýsingum. https://landvernd.is/skapandi-skil/