Grænfáninn og umhverfisfræðsla
Verkefnin sem við erum að vinna

Grænfánaþema GH 2023:
Hnattrænt jafnrétti og vatn

Á þessu skólaári 2022-23 erum við að vinna með þemað vatn. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum, stundum er það bara bekkurinn sem vinnur með þemað og stundum allt stigið í einu. Hér munu koma fram upplýsingar um verkefni sem hafa verið unnin og einnig eru hér hugmyndir af ýmsum verkefnum sem kennarar geta nýtt sér.

Grænfána- og umhverfisteymi

Í skólanum er starfrækt umhverfisnefnd sem er skipuð nemendum og starfsmönnum og kosin til tveggja ára í senn. Þó koma nemendur úr 5. bekk inn í nefndina á hverju hausti en 10. bekkingar hverfa úr henni þegar þeir ljúka grunnskólagöngu sinni. Á myndinni hér til vinstri má sjá hvaða nemendur eru í umhverfisnefnd skólans á tímabilinu 2022-2023.


Markmið:

-Að nemendur geri sér grein fyrir því sem hefur verið gert í umhverfismálum í skólanum.
-Að vekja áhuga nemenda á umhverfismálum.
-Að nemendur geri verkefni sín sýnileg og aðgengileg öðrum.

Nefndin ákveður líka í sameiningu þemað sem er unnið með í hvert sinn og við förum saman yfir gátlista sem tengjast Grænfánaverkefninu. Þá er farið yfir stöðu mála í skólanum sem snúa að fræðslu tengdu því þema sem er tekið fyrir.

Þemað vatn - Hreint vatn fyrir alla

Hér eru upplýsingar um  verkefnið ,,Hreint vatn fyrir alla". 

Við notuðum þetta verkefni í vinnunni okkar um þemað ,,Vatn" og heimsmarkmið 6 og 14.

Allir árgangar skólans tóku þetta verkefni fyrir, mismunandi eftir aldri hvernig það var útfært. 

Hér er hægt að ná í verkefnið á vef Sameinuðu Þjóðanna, heimsins stærsta kennslustund.

Hér fyrir neðan er verkefnið sem var unnið í Grunnskóla Hornafjarðar skólaárið 2022-23 þar sem unnið var með  Þemað vatn & Heimsmarkmið 6 og 14.


Græn fréttamennska

Nemendur í 7.-10. bekk fengu þetta verkefni, þarna er verið að samþætta umhverfisvinnuna við upplýsingatækni.

Verkefnin hér fyrir neðan eru unnin af nemendum í 9.-10. bekk,
hægt er að ýta á myndina og skoða öll verkefnin.

Grænfánavinna og heimsmarkmið á unglingastigi '22-23.pdf
Nemendur: Grænfáni 2023

Náms- & kennsluáætlanir og verkefni

Grænfáni þema 2023

Verkefni Sam/Nátt Vetur 2023

Hvað eru loftslagsmál og hver er tenging þeirra við hnattrænt jafnrétti.

Hér er tengill á verkefnið sem er stuðst við.

Kveikja: Loftslagsbreytingar og valdefling

Hvað er hnattrænt jafnrétti?

Stutta svarið: Allir eiga rétt á að lifa mannsæmandi lífi.


Lengra svar:

Hnattrænt jafnrétti snýst um jafnan rétt allra jarðarbúa til að uppfylla ákveðnar grunn- þarfir. Þetta eru þarfir eins og aðgangur að mat og vatni, skjól gegn veðri og vindum, aðgangur að heilsugæslu, vörn gegn sjúkdómum og hvers konar ofbeldi, aðgangur að menntun, réttlæti og félagskap við annað fólk. Allir eiga jafnt tilkall til alls þessa óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungu, trú, skoðun, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. 

Hér fyrir neðan eru glærur sem hægt er að nota þegar verið er að kynna markmið Grænfánans

Grænfáninn kynning
Umhverfissáttmáli Grunnskóla Hornafjarðar

Umhverfissáttmáli grænfánaskóla

Hér eru upplýsingar um það hvernig staðið er að gerð sáttmálans.

Hér er hægt að sjá hugmyndir frá öðrum skólum