Námsferðir

Nemendur fara í skipulagðar ferðir til að kynnast sem 

flestum svæðum sýslunnar

Grunnskóli Hornafjarðar leggur mikla áherslu á að nemendur kynnist nærumhverfinu.

10. bekkur Lónsöræfi

10. bekkur fer á hverju hausti í 3ja daga ferð í Lónsöræfi. Það er gist í tvær nætur í Múlaskála og farið í dagsgöngur út frá skálanum. 

-Áður en farið er í ferðina er unnið í námsefni sem tengist svæðinu, jarðfræði, sögu og landafræði.

-Dagur 1. Þá er gengið frá Illakambi í skálann og þá þarf að bera allar vistir á bakinu og dótið skilið eftir í skálanum. Þennann dag er farið í göngu í Víðibrekkusker.  Seinni partinn er oft genginn hringur í kringum Gjögrið.

-Dagur 2. Tröllakrókar

-Dagur 3. Gengið frá í skálanum og gengið upp Illakambinn.

Myndir frá Lónsöræfum

Umhverfisvernd og sjálfbærni

Umhverfisvernd og sjálfbærni verður sífellt stærri hluti af skólastarfinu og hefur HOV verið leiðandi í þeirri vinnu. Þar er vinna skóla á grænni grein lögð til grundvallar.
Mikil áhersla er lögð á að kynna nemendum náttúru sýslunnar og tengja við Vatnajökulsþjóðgarð sem er nánast í bakgarði skólans. Hugtakið sjálfbærni kemur svo sífellt sterkar inn í skólastarfið. Allir gera sér grein fyrir því að auðlindir jarðar eru ekki óþrjótanlegar og að umgengni mannsins á jörðinni er farin að hafa verulega áhrif á hana. Því er lögð mikil áhersla á að hegðun hvers einstaklings skiptir máli og áhersla á að valdefla nemendur og virkja þá til ábyrgrar hegðunar og í fræðslu út í samfélagið.

5. Bekkur fer í Suðursveit

Á hverju hausti fer 5. bekkur í 2ja daga námsferð í Suðursveit þar sem gist er í Hrollaugssöðum  eina nótt. Námsferðin er margþætt, umhverfisfræðsla, útivist og samvinna er megin inntakið. Fyrri daginn er farið inn að Felli og gengið að Fellsfossi, farið í Brúsahelli og að Mjósundarárgljúfri og jafnvel tekinn smá sundsprettur þar, allavega hoppa þeir sem þora í hylinn.

 Seinni daginn er ferðinni heitið á Hala, þar verður farið á Þórbergssetur og safnið skoðað undir leiðsögn Þorbjargar Arnórsdóttur sem veit meira en margur annar um rithöfundinn Þórberg Þórðarson og lífið á Hala fyrr á tímum. 

Á Hala er einnig farið í hópavinnu þar sem nemendur vinna ýmis verkefni tengd svæðinu og hópefli er einnig stór partur.

Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að ferðast um sýsluna og læri í leiðinni um nærumhverfi sitt, söguna, landafræðina og upp á hvað svæðið okkar hefur að bjóða. 

Suðursveit-Haust
5.bekkur

Ingólfshöfði-vor
5.bekkur

Geitafell/Haukafell vor
4.bekkur

Lónsöræfi -haust
10.bekkur

Útskriftarferð- vor
10.bekkur

Ferð í víkingaþorpið -vor
5.bekkur

Öræfi/Skaftafell- Haust
6.bekkur

Heinaberg/Bólstaðarfoss Haust
4. bekkur 

Fjallganga að hausti
5.-10. bekkur

Á ha

Berjaferð í Haukafell
1.-3.bekkur

Það hefur verið vinsælt að fara í berjaferð á haustin. Það er auðvitað reynt að fara þegar það er gott veður, þannig að það er ekki bara verið að týna ber, það er verið að leika sér, sulla og upplifa náttúruna. 

Lambaferð
1.bekkur

Skíðaferð í Oddskarð/Akureyri
6. bekkur

Skíðaferð í Oddskarð/Akureyri
8.bekkur

Jökla-íshellaferð

7.bekkur