Umhverfisvænn heilsuskóli

Grunnskóli Hornafjarðar er umhverfisvænn heilsuskóli og við vinnum eftir hugmyndafræði sem gengur út á Heilbrigði og velferð og sameinar þær stefnur skólans  sem lengi vel voru þrjú teymi og hélt hvert og eitt utan um sitt verkefni. Þessi teymi voru uppeldi til ábyrgðar teymi sem hélt utan um uppeldisstefnu skólans, heilsueflandi grunnskólateymi sem hélt utan um það verkefni og umhverfisteymi sem hélt utan um grænfánaverkefnið. Hér eru nánari upplýsingar á heimasíðu Grunnskóla Hornafjarðar.  

Á þessari síðu eru verkefni og upplýsingar um Grænfánann og umhverfisvernd

Grunnskóli Hornafjarðar fékk grænfánann í fyrsta skipti 8. maí 2014. Í annað skipti 24. maí 2017 og þriðja skiptið 5. mars 2020.

Hafin er vinna við að fá fjórða grænfánann og hefur umhverfisnefnd valið eftirfarandi þemu.

Hnattrænt jafnrétti og vatn

Við ætlum að sækja um fjórða Grænfánann í vor, 2023.

Grænfáninn

Skrefin sjö sem þarf að uppfylla til að gerast grænfánaskóli. Til að fá frekari upplýsingar þá skaltu smella á græna hnappinn hér fyrir neðan: Hvað er Grænfánaskóli? 

Umhverfisdagur

Umhverfisdagurinn er einu sinni á ári. Þá taka allir nemendur þátt í að fegra bæinn sinn.

Halló halló

Þessi síða er í vinnslu, við erum að vinna í að fylla hana af verkefnum og hugmyndum tengdum Umhverfisfræðslu, heilsu og velferð/Grænfána verkefnum, fræðslu varðandi allar ferðar í GH, hugmyndum af útikennslu og leikjum, en er umfram allt verkefnabanki fyrir okkur í GH þar sem við finnum allt efnið á einum stað. Vona að þið njótið :) 

Nemendur fara í skipulagðar ferðir til að kynnast sem 

flestum svæðum sýslunnar

Ingólfshöfði

Geitafell

Suðursveit

Haukafell

Meira

Hver vor er farið í Ingólfshöfða, það er 5.bekkur sem er svo heppinn að komast á fjárvagni frá Hofsnesi og út í Höfðann. Það er mikið fuglalíf í Ingólfshöfða og er það lundinn sem þar ræður ríkjum. 


Meira

Á hverju ári er farið í gönguferð þar sem allir nemendur skólans í 5.-10. bekk ganga saman. Nemendur geta valið úr 2-3 erfiðleikastigum. Geitafell er einn staðurinn sem við förum á. 

10. Bekkur útskriftarferð

Lónsöræfi