Kransakökugerð
Nokkur góð ráð
Kransakaka í brúðkaupsveislu Helga Péturs og Unu Strand
18. ágúst 2007
Þetta er mynd af kranskökunni hans Sölva æðstastrumps Rögnvaldssonar sem fermdist
16. marz 2008
Kransakakan hans Abrahams sem fermdist 30. mars 2008. Ævintýraprinsinn trónir á toppnum.
Þá er það kakan hennar Diljár. Hún minnir litillega á Skakka turninn í Písa en það er allt í lagi því Diljá er á leiðinni þangað.
Til hamingju Diljá !
Strákaleg skírnarkaka fyrir Hafstein Marel sem var skírður
28. desember 2008
Flottur strákur, Hafsteinn Marel !
Hér er mjög gott myndband um kransakökugerð. Það eru kokkalandsliðsmennirnir Örvar Birgisson og Bjarni G. Kristinsson sem kenna okkur hvernig við eigum bera okkur að við að búa til úrvals kransaköku. Myndbandið segir eiginlega allt sem segja þar en þó eru hér nokkur góð ráð til frekari skýringar
Massinn
Ég mæli með kransakökumassanum í Fjarðarkaupum, sem pakkað er í 400 -1000 gr pakkningar.
Kransaköku uppskrift
1 kg kransakökumassi
500 gr strásykur
2 eggjahvítur
Í þessa 14 hringja köku notaði ég 1,5 kg af massa, 750 gr. strásykur og 3 eggjahvítur, sem sagt eina og hálfa uppskrift. Afganginn má svo nota í aukahringi eða litla kökubita (sjá mynd).
Aðferð massinn er skorinn í litla bita og þeir settir í hrærivélarskál, strásykrinum hrært saman við, (passsa að ekki fari allt út um allt! ) eggjahvítur settar út í ein og ein í einu, hrært vel á milli. Fylgið svo leiðbeiningunum á myndbandinu.
Ef okkur reynist erfitt að búa til fallega hringi er gott að nota bökunarpappír og teikna misstóra hringi á rönguna á pappírnum, eða á blað sem sett er undir bökunarpappírinn, nota má glös, litla diska, litlar skálar o.fl. til að teikna eftir og nota strikin til viðmiðunar við gerð hringjanna.
Stærð hringjanna: byrjað á 10 cm lengju, síðan 13 cm, 16 cm, 19 cm o.s.frv. Ég og meistarkokkarnir notum ekki kransakökuform en setjum þetta beint á bökunarpappír. Hringirnir vilja oft festast í formunum.
Bakað í ofni við 170°C þar til þær verða fallegar á litinn.
Best er að baka kökuna með góðum fyrirvara og frysta hringina ósamsetta.
Súkkulaðiskraut
Bræðið Síríus suðusúkkulaði í vatnsbaði, sprautið súkkulaðinu á bökunarpappír og látið þetta harðna í ísskáp. Sumir geta gert þetta fríhendis en við hin getum notast við ýmis hjálpargögn t.d. þessi fallegu fiðrildi
Hægt er að prenta myndirnar út og leggja þær undir bökunarpappírinn þá er þetta lítið mál. Bætið við nokkrum þverstrikum til styrkingar og skrauts Fest á kökuna með bræddu suðusúkkulaði og hæfilegum skammti af listfengi.
Meistarakokkarnir mæla með því að nota kramarhús til að búa til skrautið en ég nota venjulegar lækningasprautur, sem hægt er að kaupa í apótekum (85 kr.).
Toppurinn
Í stað hinna hefðbundnu kökuskreytinga má nota hvað sem er t.d. hina sívinsælu Playmo karla
Smákökurnar
Uppáhalds smákökurnar mínar, sem aldrei klikka (sjö, níu, þrettán).
Ég hef bakað mikið af kransakökusmákökum um ævina. Fyrir 30 árum áskotnaðist mér forláta græja Sawa 2000 Deluxe til að forma kökurnar og sprauta þeim á bökunarpappír.
Smáköku uppskriftin:
1 kg kransakökumassi
500 gr strásykur
5 eggjahvítur
Aðferðin er sú sama og við kransakökudeigið en þetta verður frekar klístrað deig. Sprautað á bökunarpappír, örlítill biti af rauðu eða grænu kirsuberi sett á hverja köku, til skrauts og bakað við ca. 160-170°C í 5-7 mínútur.
circa 50 stk
Botn
200 gr fínt malaðar möndlur
3 1/4 dl sigtaður flórsykur
3 eggjahvítur, stífþeyttar
Eggjahvíturnar stífþeyttar og síðan er flórsykrinum og möndlunum blandað út í, mjög varlega. Munið það og engan brussugang.
Ef loftið fer úr eggjahrærunni þá verður deigið allt of þunnt og allt fer í klessu.
Bakað við ca. 180° C í 10-12 mínútur.
Kremið
4 eggjarauður, stífþeyttar
1 dl sykur
1 dl vatn
200 gr mjúkt smjör (við stofuhita)
1 msk kakó
1 tsk kaffiduft
Sykur og vatn soðið saman í potti í 8-10 mínútur þar til það verður að sírópi. Eggjarauður stífþeyttar á meðan. Sírópinu hellt út í eggjarauðurnar og hrært vel. Smjörinu blandað saman við ásamt kakóinu og neskaffinu. Berið kremið á kökubotnana og látið kólna í ísskáp.
Súkkulaði
200 - 250 gr Síríus suðusúkkulaði eða eitthvað annað gott hjúpsúkkulaði.
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði og kökunum dýft ofan í bráðið súkkulaðið en þó þannig að súkkulaðið fari aðeins yfir kremhliðina en ekki á botnana sjálfa.
500 gr Mónu hjúpsúkkulaði dökkur (Freyju hjúpsúkkulaði)
1 lítil dós síróp
150 gr smjör
280 gr Rice Krispies
Setjið hjúpsúkkulaðið, síróp og smjör í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að hitna. Látið sjóða í 2 mín. og hrærið í á meðan. Svo er þessu hellt yfir Rice Krispies og hrært í með sleif. Í þessa köku eru notuð 18 kranakökuform (bý til stæðsta hringinn síðast ef ég á ekki nóg efni í hann sleppi ég honum). Fóðrið formin með plastfilmu og fyllið hvert form með Rice Krispies blöndunni. Kælið og losið svo hringina úr forminu þegar þeir eru orðnir harðir. Kökunni raðað saman. Svo er gott að skreyta hana með nammi t.d hlaupi eða lakkrískonfekti (og setja nammi inn í og þegar komið er niður í tertuna kemur nammið í ljós). Nammið er fest utan á með bræddu suðusúkkulaði eða tannstönglum.
Fríða Snædis Jóhannesdóttir fermdist 5. apríl 2009
Hún vildi Rice Krispies kransaköku
sjá uppskrift hér til hliðar
Uppfært 28. apríl 2009 FK Netfang: fanney@vortex.is