Prjónaskapur
Nokkur sýnishorn af peysum sem ég hef dundað við að prjóna
Nokkrar uppskriftir:
Lopasokkar með Halldóruhæl
Lambhúshetta
Fyrst voru prjónaðar nokkrar hefðbundnar lopapeysur eftir uppskrift frá Ístex. Fanney og Birna, Halla stóra og Halla litla fengu þær.
Eszter í gullpeysunni. Hespulopi, aðallitur hvítur, munstur grátt og rautt. Gullþráður prjónaður með rauða litnum.
Eszter og Adam í lopapeysum úr hespulopa.
Auður Halla í léttlopapeysu með gullþræði og Kári bróðir hennar í blárri seglskútupeysu úr léttlopa. Uppskriftin að peysu Auðar Höllu er byggir á sömu uppskrift og brúnu Ístex peysurnar, stærð 38 miðað við hespulopa. Þetta passar á þriggja ára stelpu.
Iðunn fékk þessa peysu í mars 2008
Hér koma svo myndir af af nýjustu peysunni. Þetta er fröken Iðunn Helgadóttir. Þessi peysa er prjónuð úr léttlopa og stuðst við nokkrar uppskriftir, nýjar og gamlar. Stærð 6-12 mánaða.
Bolur: Fitja upp 96 lykkjur og auka út í 102 (+2 sem prjónast brugðnar). Bolur upp að höndum 20 cm og 7 lykkjur teknar frá í handveginn.
Ermar: Fitja upp 26 lykkjur og auka út í 36 strax eftir stroffið.
Sameina bol og ermar 150 lykkjur, þannið að munstrið passi.
Þessi peysa endist og endist og endist í nóvember 2009 eða 1 ári og 8 mánuðum seinna er Iðunn enn í peysunni.
og enn er brett upp á ermarnar.
Tengdadóttirin Una fékk líka lopapeysu um leið og hún kom inn í fjölskylduna. Eszter ákvað litina og tókst bara ansi vel til.
Helgi Pétur er hér í gamalli en góðri lopapeysu til að vera í stíl við stelpurnar sínar. Hún er kannski aðeins of bleik, en flott samt.
Heklaður hattur á Huldu og dúkkuna hennar, Iðunn fékk auðvitað
líka hatt. Notað var marglitt Muskat soft bómullargarn frá Hannyrðaversluninni Erlu. Auðveld og fljótleg uppskrift frá prjónaklúbbnum Tinnu.
Vestavæðingin mikla
Hulda Sóley fékk lopavesti í jólagjöf. Nú er Iðunn líka búin að fá vesti eins og Hulda Sóley frænka.
Hér er hún María Dís Gunnarsdóttir hetjan, sem búin er að gangast undir stórar hjartaaðgerðir þrátt fyrir ungan aldur. Mér fannst hún eiga skilið að fá gull slegið lopavesti. Getur verið að vestið sé aðeins of stórt? : )
Vesti á tengdadótturina kemur hér (ekki alveg tilbúið). Reyndar fékk Guðrún Ásta þetta vesti í afmælisgjöf. Unu vesti varð aðeins öðruvísi.
Guðrún Ásta komin í vestið sitt, svona rosalega flott. Og Una og Iðunn stilla sér upp og eru alveg stórglæsilegar sýningarstúlkur.
Jæja nú fékk ég loksins vesti sjálf.
Stærð og lykiltölur: Large Fitja upp 164 lykkjur, lengd að handvegi 37 sm. Fitja upp 50 lykkjur á hvorri öxl.
Þegar litlar dömur fæðast inn í þennan heim er nauðsynlegt að eiga hlýja sæng. Amman bróderaði sængurver handa stelpunum sínum.
Hulda Sóley fæddist 12.11.2005 og Iðunn fæddist 11.12.2007
Jakob Leifur Kristbjarnarson Helgasonar, frændi minn
fékk sængurver með bláu munstri. Sama munstur og Iðunn.
Hann fæddist 21. desember 2006.
Júlía Helga stóra systir er með honum á myndinni
Nú er verið að prjóna herðaskjól fyrir Unu. Uppskriftin er í Lopa 28 uppskrift nr. 18. Byrjað er að prjóna með þreföldum plötulopa og prjóna nr. 6, því næst bætum við þremur þráðum við og skipt í prjóna nr. 10. Loks bætum við þremur þráðum í viðbót þannig að hann verður nífaldur og prjóna nr. 12. Ekki er hægt að nota venjulega prjónastærð. Best er að fara í BYKO og kaupa svokallaða rúnnlista 12mm í þvermál og 85 sm langir. Hægt er að ydda oddinn á smergel.
Betra er að hafa gott olnbogarými við prjónaskapinn. Þetta minnir helst á Grýlu að prjóna á jólasveinana sína.
Hér kemur svo afraksturinn þessi fína herðaslá sem nýtist vel í kuldanum í Bretlandi
Loksins fékk Helgi Pétur almennilega lopapeysu frá mömmu sinni
Þetta er eldgamalt munstur frá Álafossi. Hann gæti verið
módel fyrir nýjar uppskriftir.
Nú er kjóllinn hennar Iðunnar tilbúinn og pósturinn kom með hann til dömunnar í Barnard Castle
Hann er aðeins of stór enn þá en Iðunn stækkar
Rauða herdeildin.....
Iðunn og Hulda í rauðu línunni
september 2009 Hafsteinn Marel fékk þessa seglskútuhettupeysu í jólagjöf 2008 en nú er hún loksins farin að passa á hann.
1. október 2009 Amman prjónaði sér nýja vetrarhúfu. Smart !
September 2009 Una og Iðunn fengu nýjar peysur áður en þær fóru til vetrardvalar í Bretlandi. Sætar stelpur. Dúkkan fékk líka nýjan kjól.
Hulda Sóley fékk fjólubláan prjónakjól með sóleyjarblómum
Flott fjögurra ára afmælisstelpa
Hulda Sóley Kristbjarnardóttir 12. nóvember 2009
Birna Helgadóttir frænka mín átti stórafmæli í október 2009. Hún fékk auðvitað peysu frá frænku sinni.
Birna glæsileg í flottri peysu