Helstu áherslur í rannsóknum
Augnsjúkdómar í sykursýki, þróun augnlyfja, súrefnisbúskapur sjóntauga og sjónhimnu í mönnum og dýrum. Lífeðlisfræði sléttra vöðva í sjónhimnuæðum. Hrörnun í augnbotnum. Faraldsfræði og erfðafræði augnsjúkdóma. Reykjavíkurrannsóknin. Brottnám augna og gerviaugu. Mýs með stökkbreytingum í microphtalmia geni. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum á Íslandi.
Á Barnaspítala Hringsins eru stundaðar margs konar rannsóknir sem tengjast sjúkdómum í börnum og meðferð þeirra. Einkum hafa rannsóknirnar beinst að tilurð og algengi sjúkdóma í börnum, meðferðarmöguleikum og árangri meðferðar. Rannsóknirnar eru því oft klínískar. Grunnrannsóknir eru einnig stundaðar á sviðinu eða með samstarfsaðilum og tengjast m.a. erfðafræði, krabbameinslækningum og ónæmisfræði.
Slysavarnir, áverkar og forvarnir. Eitranir. Hópslys og forvarnir. Greining á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Áhrif persónuleika á áhættu hjarta- og æðasjúklinga. Þýðing á greiningartæki fyrir Persónuleika D á íslensku og staðfærsla þess. Erfðafræði gáttatifs og meðferð. Sleglatakttruflanir með uppruna í Purkinje kerfi. Erfðafræði hjartsláttartruflana. Erfðafræði hjartalokusjúkdóma. Áhrif lýsis til að fyrirbyggja gáttatif eftir opnar hjartaskurðaðgerðir. Árangur af endurlífgun innan sjúkrahúss.
Mælingar á öndunarhreyfingum með mælitækinu Andra sem hefur verið í þróun undanfarin ár. Rannsóknir á breytingum öndunarmynstra og styrk öndunarvöðva hjá ýmsum sjúklingahópum. Rannsóknir á árangri þjálfunar sem beinist að skyni í neðri útlimum og jafnvægiskerfi innra eyra hjá öldruðum einstaklingum sem hafa skert jafnvægi.
María Ragnarsdóttir hlaut verðlaunin sem afburðarnemi í rannsóknartengdu námi.
Þróun mælingatækni- og tækja til skoðunar á hreyfigetu stoðkerfis og færni annara líffærakerfa s.s. öndunar- og blóðrásarfæra. Ennfremur rannsóknir á þjálfunarmöguleikum stoðkerfis með raförfun og öðrum tæknibúnaði. Rannsóknir á almennri færni stoðkerfis og árangur margvíslegrar íhlutunar á þá færni. Rannsóknir á taugasálfræðilegri færni í heilaskaða.
Háþrýstingur í meðgöngu og afleiðingar hans til langs tíma, tvíburaþunganir, ofþyngd mæðra og barna, faraldsfræði þungana, snemmskimun í þungun, fóstureyðingar og getnaðarvarnir, keisaraskurðir: fylgikvillar og burðarmálsdauði, meðferð asablæðinga við fæðingar.
Rannsóknir á árangri ýmissa aðgerða við kvensjúkdómum, s.s. nýjum aðferðum til meðgöngurofs, brottnámi legs og legsigsaðgerða og á líðan kvenna við kviðsjáraðgerðir. Rannsóknir á erfðum- og faraldsfræði fjölblöðru eggjastokkaheilkennis, blæðingaeinkennum og asatíðum, erfðum, einkennum og faraldsfræði legslímuflakks, leiðir til að minnka ógleði eftir skurðaðgerðir.
Erfðaþættir og svipgerð geðklofa, geðhvarfa og annarra geðrofssjúkdóma, erfðaþættir og svipgerð kvíðaraskana, erfðaþættir og svipgerð einhverfu og athyglisbrests. Notkun geðlyfja, meðferðarvilji í fíknisjúkdómum, rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð. Félagslegir þættir og lífsgæði í geðklofasjúkdómi. Bætt greiningartæki í barna- og unglingageðlækningum.
Helstu áherslur í rannsóknum er tengjast sálfræðiþjónustu á geðsviði eru árangursmat á hugrænni atferlismeðferð, rannsóknir á meðgöngu- og fæðingarþunglyndi íslenskra kvenna og þroska barna þeirra, rannsóknir á ofvirkni og athyglisbresti meðal barna og fullorðinna og meðferð þessara einstaklinga, rannsókn á taugasálfræði geðklofa, árangursmati í geðheilbrigðisþjónustu, rannsóknir á greiningartækjum, þ.e. sálfræðiprófum og greiningarviðtölum, sem notuð eru við greiningu geð- og hegðunarraskana barna og fullorðinna og rannsóknir á kynferðislegri misnotkun og afleiðingum hennar.
Gagnreynd læknisfræði, klínískar leiðbeiningar og aukin gæði heilsufarsupplýsinga. Sameindaerfðafræðileg faraldsfræði krabbameina (molecular epidemiology). Samtenging heilsufarsupplýsinga við líffræðilegar breytur og þar með skapa nákvæmari aðferðir við að mat á sjúkdómsáhættu og horfum sjúklinga, ennfremur að bæta árangur meðferðar meðal annars með því að stuðla að einstaklingsmiðaðri meðferð. Þátttaka í rannsóknum á líftæknilyfjum og öðrum lyfjum sem geta nýst krabbameinssjúklingum. Ástæður fyrir notkun krabbameinssjúklinga á óhefðbundinni meðferð. Sálfélagslegir þættir og áhrif þeirra á krabbamein: sjúkdómsáhættu, velferð sjúklinga, vinnugetu, lífsgæði og árangur meðferðar þar með talið fyrir óhefðbundna meðferð.
Sameindalíffræði Cystatin C. Sameindaerfðafræði eingena sjúkdóma þ.m.t. hemókrómatósis. Bygging og eiginleikar erfðaefnis og nýting þeirrar þekkingar við þróun aðferða til að greina flókin kjarnsýrusýni. Genalækningar – þróun genaferju byggðri á mæðivisnuveiru. Lífefnafræði beinþynningar. Týrósín kínasar og krabbamein. Verkefni er lúta að hlutverki og stjórnun týrósín kínasa æxlisgena. Þróun örflögutækni til sjúkdómsgreiningar á krabbameinsvef og á litningagöllum. Stofnfrumur og krabbamein. Meðfæddir litningagallar og áunnar litningabrenglanir í æxlum. Konur og læknisfræði. Starfsumhverfi lækna.
Illkynjaðir blóðsjúkdómar og stofnfrumur: Týrósín kínasar og krabbamein. Þrívíð frumuræktunarlíkön til að auka skilning á líffræði stofnfruma. Áhrif æðaþels á þroskun vefja. Myeoldysplastic syndrome. Einstofna mótefnahækkun - náttúrulegur gangur. B eitilfrumuræktanir: Stöðlun aðferða. Ættartengsl í illkynja eitilfrumusjúkdómum.
Blóðstorknunarfræði: Greining vægra blæðingasjúkdóma, notkun ROTEM mælinga í skurðaðgerðum, dreyrasjúkum og blóðþynntum, Bernard-Soulier syndrome á Íslandi (einkenni, birtingarmynd og stökkbreytingar), warfarin blóðþynning, meðhöndlun blæðinga með Novoseven á Íslandi.
Unnið er að rannsóknum á öllum helstu gigtarsjúkdómunum. Sérstök áhersla er þó á rannsóknir þar sem sérstaða Íslands og íslensku þjóðarinnar nýtast, en það á við á sviðum faraldsfræði, erfðafræði, ónæmisfræði og víðar þar sem vel skilgreindir sjúklingahópar og mikil þekking á gigtarsjúkdómum er nauðsynleg.
Grunnrannsóknir á æðaþeli. Boðkerfi í æðaþeli. Áhættuþættir og meingerð endurþrengsla í stoðnetum kransæða. Áhrif kransæaðvíkkunar og endurþrengsla í stoðnetum á heilsutengd lífsgæði. Erfðafræði gáttatifs. Skyndidauði – faraldsfræði, endurlífgun – árangur. Erfðafræði hjartsláttartruflana. Erfðafræði hjartalokusjúkdóma. Faraldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma, klíniskar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum.Kransæðasjúkdómar- áhættuþættir, meðferð. Homocystein og kransæðasjúkdómur.
Faraldsfræðilegar og erfðafræðilegar rannsóknir á sykursýki. Algengi meðgöngusykursýki og áhrif hreyfingar á blóðsykursstjórnun. Faraldsfræði skjaldkirtilssjúkdóma, sérstaklega skjaldvakaofeitrunar. Erfðafræði beinþynningar á Íslandi. Aldursbundnar breytingar á kalk- og beinabúskap. Mikilvægi D-vítamíns. Ýmsar lyfjarannsóknir. Hormónaháður háþrýstingur. Vaxtarhormón og efnaskipti kortisóls. Heiladingulsæxli á Íslandi.
Faraldsfræði ofnæmis og astma hjá fullorðnum og börnum. Rannsóknir á faraldsfræði, eðli og erfðum astma/ofnæmis, langvinnrar lungnateppu, lungnakrabbameins, kæfisvefns og millivefslungnasjúkdóma. Auk rannsókna á þýðingu rykmauraofnæmis, heilsufari bænda, forstigum lungnakrabbameins, faraldsfræði og eðli fæðuofnæmis.
Rannsóknir á vélindabakflæði. Áhrif gigtarlyfja á mjógirni. Þarmabólgur. Erfðir, faraldsfræði, horfur og árangur meðferðar. Faraldsfræði starfrænna einkenna frá meltingarfærum. Primer biliary cirrhosis, ónæmisfræði og erfðafræði. Faraldsfræði skorpulifrar. Ristilsepar á Íslandi 1950-2004. Faraldsfræði H pylori. Laktósa óþol. Vélindasjúkdómar.
Faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms. Tengsl áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma við langvinnan nýrnasjúkdóm. Faraldsfræði og erfðafræði nýrnasteina. Leit að meingeni hjá íslenskri fjölskyldu með arfgenga millivefsnýrnabólgu með ríkjandi erfðamáta. Áhrif ACTH á blóðfitur og próteinmigu. Endurkoma grunnsjúkdóms í ígrædd nýru. Tjáning próteina í nýrnavef. Fyrirbyggjandi áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra gegn gáttatifi eftir hjartaskurðaðgerð. Faraldsfræði eitrana á Íslandi.
Faraldsfræði smitsjúkdóma á Íslandi. Alvarlegar, ífarandi sýkingar af völdum baktería og sveppa. Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir á meningókokkum og fylgikvillum slíkra sýkinga. Rannsóknir á meingerð og ónæmisfræði ífararandi sveppasýkinga. Klínískar rannsóknir á meðferð dreifðra hvítsveppasýkinga. Rannsóknir á spítalasýkingum og kostnaði vegna þeirra.
Vísindarannsóknir beinast í fyrsta lagi að faraldsfræði og lífhegðan krabbameina. Í öðru lagi fer fram leit að og skilgreining áhrifa gena krabbameina. Einkum er unnið með brjóstakrabbamein en einnig krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli, nýrum, lungum og eistum. Rannsóknir þessar eru unnar sjálfstætt innan stofnunarinnar.
Myndgreining alvarlegra slasaðra, skuggaefnisrannsóknir og stafræn myndgerð. Erfðafræði beinþynningar á Íslandi. Aldursbundnar breytingar á kalk- og beinabúskap. Mikilvægi D-vítamíns.
Rannsóknir á IgA mótefnaskorti á Íslandi, áhrif ónæmisboðefnisins TGF-β á þroskun og starfsemi T eitilfruma. Bólgumiðlar sem stuðla að myndun kransæðasjúkdóma og iktsýki, og rannsóknir á hlutverki mannan bindilektíns í krónískum bólgusjúkdómum. Rannsóknir á ónæmiskerfi nýbura og ónæmisvörnum og rannsóknir á bólusetningaraðferðum gegn fjölsykruhúðuðum bakteríum, einkum bakteríum sem valda lungnabólgu, heilahimnubólgu og eyrnabólgu. Rannsóknirnar beinast einnig að samskiptum sýkla og manna og viðbrögðum hvors gegn hinum auk rannsókna á orsakaþáttum fæðuofnæmis í börnum. Rannsóknir á því hvort sóri (psoriasis) sé sjálfsofnæmissjúkdómur, gegn hverju T eitilfrumur eru að bregðast í húð sórasjúklinga og hlutdeild kverkeitla í tilurð sjúkdómsins. Áhrif fitufrumuboðefna á sóraútbrot og breytingar á ónæmsiviðbrögðum sórasjúklinga eftir meðferð í Bláa lóninu.
Rannsóknir á áhrifum náttúruefna í sérhæfingu ónæmissvars, rannsóknir á svipgerð T frumna í börnum sem misstu týmus í frumbernsku og rannsóknir á áhrifum lágskammta aspiríns á liðagigt í rottum. Rannsóknir á áhrifum erfða í tengslum við meðferðarvirkni afnæmismeðferða. Rannsóknir á hlutverki bólgu í kransæðasjúkdómum ásamt hlutverki æðaþelsstofnfruma í því ferli.
Sjúkdómar í - og aðgerðir -á meltingarfærum, brjóstum og innkirtlum.
Afleiðingar hálshnykks við bílárekstra; kortlagning á stöðu og hreyfiferli axlarinnar og möguleg tengsl rangrar stöðu hennar og hálsverkja; faraldsfræði áverka og sjúkdóma í stoðkerfinu; kortlagning á hegðun sarkmeina í útlimavöðvum; gæðaeftirlitsrannsóknir. Beinvöxtur og kítósan.
Rannsóknir á miðeyrum með aðstoð dýramódels (rottur) þar sem sýking er framkölluð í miðeyra dýranna með aðgerð um háls að kúpubotni þar sem aðgangur fæst að miðeyra án þess að skaða hljóðhimnu. Rannsóknir á kæfisvefni, meintilurð er tengist mjúka góm og hvaða aðgerðarúrræði gagnast. Jafnvægisrannsóknir er tengjast aðlögunarhæfni stöðustjórnunar. Þetta tengist rannsóknum á sjóveiki en einnig tengist þetta rannsóknum á sjúkdómum í innra eyra. Að auki eru rannsóknir á starfsemi innra eyra (heyrn og jafnvægi) hjá börnum er meðhöndluð hafa verið með lyfjum eða geislum vegna illkynja sjúkdóms.
Meðfæddir gallar og áunnir sjúkdómar eru meðal viðfangsefna sérgreinarinnar. Lögð er áhersla á rannsóknir á hugsanlegum fylgikvillum skurðaðgerða á hjarta og lungum auk árangurs af fyrirbyggjandi aðgerðum gegn aukaverkunum, áhrifum bringubeinsskurðar á öndun, bólgusvörun líkamans í og eftir aðgerð. Gróning sára, blóðstorkuvandamál, erfðir lungnakrabbameins, loftbrjóst, meðfæddir gallar á lungum, brjóstkassa og hjarta sérstaklega nýjar leiðir til að fást við greiningu og skipulagningu meðferðar, Sjúklingar með hjartatif og sjúklingar með hjartabilun á alvarlegu stigi, þar sem hjálparhjörtu koma jafnvel til greina við meðferð.
Rannsóknir á erfðafræði krabbameina í blöðruhálskirtli og þvagblöðru. Klinískar og erfðafræðilegar rannsóknir á krabbameini í nýrum. Þvagleki auk starfrænna og taugatengdra truflana á neðri þvagvegum.
Rannsóknir á restenósu og reokklusjonum eftir æðainngrip. Intimal hyperplasia, orsakir og fyrirbygging. Rannsóknir á árangri aðgerða vegna ósæðagúla og þrengsla í carotis æðum.
Smáæðablóðflæði í lifur, brisi, þörmum og nýrum í losti er langtímaverkefni sem er unnið í samvinnu við Háskólann í Bern í Sviss og University of Washington, St. Louise, BNA. Verkjameðferð eftir skurðaðgerðir er einnig langtímaverkefni á sviðinu. Viðbrögð þekjuvefs lungna við þrýstingsálagi er annað langtímaverkefni sem er unnið í samvinnu við lungnadeild LSH. Ennfremur fara fram rannsóknir á sjúklingum eftir hjartastopp og sjúklingum sem fara í hjartaaðgerðir. Önnur rannsóknarverkefni fjalla um sýklasóttarlost, öndunarvélameðferð, spítalasýkingar og næringarþörf gjörgæslusjúklinga.
Í rannsóknum er lögð áhersla á fá stór verkefni sem nýta sérstöðu Íslands, en sú sérstaða býður upp á einstaka möguleika til rannsókna á faraldsfræði og sameindafaraldsfræði sýkinga. Rannsóknir hafa einkum beinst að sameindafaraldsfræði sýklalyfjaónæmis, pneumókokkasýkinga, methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA), streptókokkasýkinga, Campylobacter og Chlamydia trachomatis.
Stærstu verkefnin sem unnið er að er Pneumococcal Resistance and Epidemicity Study (PREVIS) og rannsókn á erfðum tiltekinna smitsjúkdóma.
Sameindafaraldsfræði og sameindalíffræði ýmissa veira, einkum lifrarbólguveira. Mest með tilliti til arfgerðarþátta sem hafa áhrif á sjúkdómsmyndun. Einnig skyldleikatré og arfgerðir hinna ýmsu veirustofna sem einangrast hafa.
Rannsóknir á erfðum tiltekinna smitsjúkdóma í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, National Institute of Health (Bandaríska heilbrigðisstofnunin).
Almenn faraldsfræði taugasjúkdóma á Íslandi. Heilablæðingar og gaumstol. Arfgengar heilablæðingar á Íslandi. Erfðagallar í taugasjúkdómum. Taugaskaðar mæðra í fæðingu.
Rannsóknir í öldrunarfræðum undir formerkjum Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum snerta margar klínískar spurningar og faraldsfræði í víðum skilningi.
Erfðafræði beinþynningar á Íslandi. Aldursbundnar breytingar á kalk- og beinabúskap. Mikilvægi D-vítamíns.
Þróun matsaðferða og mælitækja sem mæla árangur íhlutunar fyrir skjólstæðinga með taugaeinkenni. Norrænn samstarfshópur iðjuþjálfa um: Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndum. Reynsla og þekking geðsjúkra á bataferli – bæði einstaklingsbundnir þættir svo og umhverfisþættir.
Rannsóknir á forvörnum við þunglyndi og gerð margmiðlunardisks því tengdu. Þunglyndi, kvíði og heilsutengd lífsgæði auk ýmissa matskvarða. Heilabilun og vitræn skerðing. Hugræn starfsemi aldraðra. Áhrif rafrænnar örvunar gegnum húð á vitræna starfsemi, hegðun og svefngæði og áhrif taugasálfræðilegra fylgikvilla á ADHD. Höfuðáverkar barna og ungmenna. Vistfræðilegt réttmæti taugasálfræðilegra prófa sem ætlað er að meta stjórnunarfærni (executive function) fólks. Áhrif málþroska og vinnsluminnis á stjórnunarfærni. Eðli og afleiðingar áfalla, áhættuþættir og varnarþættir fyrir þróun áfallastreituröskunar og annarra afleiðinga áfalla.
Rannsókn á áhrifum helgiathafna á úrvinnslu sorgar þar sem líffæri eru gefin úr látnum gjafara og viðhorf ástvina til líffæragjafarinnar auk samskipta við starfsfólk gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi sem hafði milligöngu um gjöfina. Aðlögun, stuðningur og úrvinnsla sorgar hjá ekklum á Íslandi. Sorg aldraðra. Trúarviðhorf sjúklinga sem þiggja líknarmeðferð.
Rannsókn á áhrifum helgiathafna á úrvinnslu sorgar þar sem líffæri eru gefin úr látnum gjafara og viðhorf ástvina til líffæragjafarinnar auk samskipta við starfsfólk gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi sem hafði milligöngu um gjöfina. Aðlögun, stuðningur og úrvinnsla sorgar hjá ekklum á Íslandi. Sorg aldraðra. Trúarviðhorf sjúklinga sem þiggja líknarmeðferð.
Helstu áherslur í rannsóknum Rannsóknastofu í næringarfræði hafa verið á næringu og vöxt ungbarna, barna og unglinga og áhrif þessara þátta á heilsufar bæði á barnsaldri og síðar á ævinni. Áhersla hefur einnig verið lögð á rannsóknir sem snúa að meðgöngu og brjóstagjöf auk rannsókna á lífvirkum efnum í fæðu svo sem íslenskri kúamjólk og fiski. Rannsókn á áhrifum lífvirkra efna í fiski við þyngdartap hefur skipað stóran sess í starfseminni á sl. árum, en verkefnið er m.a. styrkt af Sjöttu rammaáætlun Evrópusambandsins og stýrt af rannsóknastofu í næringarfræði. Rannsóknastofa í næringarfræði stundar einnig rannsóknir á næringarástandi mismunandi sjúklingahópa og undanfarið aðallega á næringarástandi aldraðra. Ákvarðandi þættir mataræðis og lífstíls eru einnig rannsakaðir.
Rannsóknir í barnahjúkrun og tengdum greinum við fræðasvið barnahjúkrunar á LSH sýnir fjölbreyttni nú sem fyrr. Lögð er áhersla á að rannsaka jafnt börnin sjálf og aðstæður þeirra og foreldra til að finna leiðir til að lýsa þörfum og þróa aðferðir til að hjúkra. Rannsóknir á verkjum hjá börnum og leiðir til að lina þá eru meðal þeirra verkefna sem lögð er áhersla á. Stuðningur við foreldra og fjölskyldur barna með langvinn veikindi s.s. sykursýki og krabbamein hafa þróast áfram og eldri verkefnum miðar vel áfram. Þá hefur rannsóknum á íhlutunum til að styðja við foreldra nýfæddra barna einnig fleytt fram sem og rannsóknum á svefni og næringu barna. Ánægjulegt er að sjá hvernig reynt er í auknum mæli að tengja saman rannsóknaráherslur og móta samstarfsverkefni.
Áherslan í rannsóknum er hvernig sjúklingurinn og aðstandendum hans tekst að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum. Fyrst og fremst er verið að skoða sjúklinga sem fengið hafa heilablóðfall. Næringarástand og lífsgæði sjúklinga sem fengið hafa heilablóðfall. Að skoða gæði þeirrar þjónustu sem verið er að veita þeim sjúklingum sem liggja á legudeildum endurhæfingarsviðs.
Klínísk viðfangsefni hjúkrunar, þar með taldar meðferðarrannsóknir, í því augnamiði að auka gæði þjónustu við einstaklinga með geðræn vandamál og fjölskyldur þeirra.
Í rannsóknum er lögð áhersla á að skilja líkamlegar, andlegar, félagslegar og menningarlegar þarfir og samspil þeirra við heilsufarsvanda hins sjúka einstaklings og fjölskyldu hans. Jafnframt miða áherslur í rannsóknum að því að þróa hjúkrunarmeðferðir er snúa að heilsufarsvandanum. Sértæk viðfangsefni eru m.a. lífsgæði, óvissa, kvíði, ótti, fræðsla, særanleiki, verkir, sár- og sárameðferð, ógleði, uppköst, sértækt líkamsmat og sértækar hjúkrunarmeðferðir.
Unnið er að því að koma á fót rannsóknarteymi hjúkrunarfræðinga á fræðasviðinu. Sameiginlegt viðfangsefni snýr að sjúklingafræðslu og því að lifa með langvinnum sjúkdómum. Áherslur í rannsóknum að öðru leyti eru margar og má þar nefna næringu, vökvainntöku og kyngingarörðugleika fólks með heilablóðfall og stuðningsmeðferðir fyrir fólk með hjartabilun, nýgreinda kransæðastíflu og fólk með langvinna lungnateppu.
Öryggi í heilbrigðisþjónustu: öryggi og velferð starfsmanna, öryggi og gæði hjúkrunar sjúklinga. Mannauðsstjónun og umbætur.
Síðastliðin ár hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á að skoða verki og verkjameðferð, lífsgæði og sálfélagslega vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein. Unnið hefur verið að uppbyggingu á þverfaglegum rannsóknarteymum auk þess sem unnið hefur verið að því að styrkja samstarf við erlenda rannsakendur. Auk þess að vinna að vísindarannsóknum er unnið að því að auka notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi, m.a. með notkun klínískra leiðbeininga og annarrar gagnreyndrar þekkingar.
Akureyri, < xml="true" ns="urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" prefix="st1" namespace="">University of Wisconsin Madison, University of Pittsburgh, Norwegian University of Science and Technology.
Rannsókn á árangri ráðgjafar um getnaðarvarnir eftir fóstureyðingu. Alþjóðleg rannsókn á persónuleika og viðhorfum til kynlífs (International Sexuality Description Project 2). Kynhegðunar- og kynheilbrigðisþjónusta unglinga.
Áhersla lögð á fæðingasögur og þekkingarþróun í ljósmóðurfræðum, sögulega og menningarlega. Sérstaklega er skoðað innihald yfirsetu í fæðingu, innri þekkingu, innsæi og andlega meðvitund ljósmæðra, tengsl þeirra við konur og mismunandi þekkingarform í ljósmóðurfræði. Einnig er unnið að rannsókn á reynslu kvenna af barneignarferlinu.
Öryggi sjúklinga, atvikaskráningar og öryggismenning. Verkir og verkjameðferð. Hjúkrunarmeðferð og skráning á skurðstofum. Gæði þjónustu á gjörgæsludeild.
Áhersla hefur verið lögð á rannsóknir er greina heilsufar og líðan aldraðra sem dvelja á stofnunum og gæði þjónustu sem þar er veitt. Einnig hefur verið lögð áhersla á innleiðingu fjölskylduhjúkrunar og framkvæmt mat á innleiðingarferlinu, áframhaldandi innleiðing og rannsóknir á árangri eru fyrirhugaðar.
Árangurs- og framleiðslumælingar. Gæðavísar. Mönnun og vinnuálag í hjúkrun á LSH. Kostnaðargreining á sjúkrahúsþjónustu.
Öryggi í heilbrigðisþjónustu. Þekking og mannafli í hjúkrun á bráða legudeildum, verkferlar og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Áherslur í rannsóknum lúta helst að mönnun, starfsþróun og skráningu hjúkrunar. Á árinu var hafin undirbúningur að stórri rannsókn um þekkingu og mannafla í hjúkrun á LSH. Einnig er unnið að rannsókn á notkun flokkunarkerfa í hjúkrun auk rannsóknar sem lýtur að starfsþróun hjúkrunardeildarstjóra, styrkjandi stjórnun.
Starfsþróun fagfólks, skráning hjúkrunar, gæði þjónustu, rannsóknir á framlagi starfsmanna LSH til vísinda og umfang heilbrigðisrannsókna á Íslandi. Auk þess sem starfsmenn vinna að rannsóknum á öðrum sérsviðum.
Fjarlækningar, raförvun til endurhæfingar þverlamaðra og til meðhöndlunar á hjartveikum, þrívíð líkanagerð (Medical Stereolithography, 3D printing), stafræn myndgerð, segulómun (segulrófsgreining, stafræn segulómun).