Aþjóðadagar UNESCO 2024-2025
Aþjóðadagar UNESCO 2024-2025
Í tilefni af Alþjóðlegum degi friðar skipulagði Menntaskólinn á Tröllaskaga friðarviku með fjölbreyttri dagskrá þar sem áhersla var lögð á fræðslu, samkennd og virka þátttöku. Verkefnið var unnið í áfanga um sjálfbærni og umhverfismál í samstarfi við kennara og nemendur og tengdist sérstaklega heimsmarkmiðunum SDG 16 (frið og réttlæti), SDG 4 (menntun) og SDG 10 (jöfnuði). Nemendur tóku þátt í smiðjum, listsköpun og spurningakeppnum um mannréttindi og frið, hlýddu á erindi frá Læknum án landamæra og utanríkisráðuneytinu og unnu saman að orðaskýi sem speglaði hug þeirra til friðar. Með söng, umræðum og sköpun styrktu þátttakendur skilning sinn á mikilvægi friðar og hlutverki einstaklinga í að byggja réttlátt og sjálfbært samfélag.
Í tilefni af Alþjóðadegi barna þann 20. nóvember 2024 komu nemendur MTR saman til að fagna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og minna á réttindi barna um allan heim. Nemendur horfðu á fræðandi og áhrifamikil myndbönd frá UNICEF og Barnaheillum þar sem rætt var við börn sem hafa orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum, átökum og náttúruvá – m.a. börn frá Grindavík. Eftir áhorfið tóku nemendur þátt í spurningakeppni sem fjallaði um réttindi barna og mismunandi aðstæður þeirra í heiminum. Spurningarnar voru samdar af nemendum í áfanganum Heimsmarkmið – umhverfi og sjálfbærni, og tengdust m.a. SDG 4 (menntun), SDG 10 (minnkun ójöfnuðar), SDG 13 (loftslagsaðgerðum) og sérstaklega SDG 16 (frið, réttlæti og öflugri stofnun). Dagskráin stuðlaði að aukinni meðvitund nemenda um mannréttindi barna og hvatti til samkenndar og virkrar borgaravitundar.
Alþjóða hamingjudagurinn
Í tilefni af Alþjóða hamingjudeginum, 20. mars 2025 sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað vellíðan og jákvæðum gildum í samfélögum, efndi Menntaskólinn á Tröllaskaga til fjölbreyttrar dagskrár sem hafði að markmiði að vekja meðvitund um mikilvægi hamingju – bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Kennarar og nemendur hlustuðu á lagalista um hamingju, hlýddu á fræðandi fyrirlestur um vellíðan, tóku þátt í orðaþraut, sameiginlegri hreyfingu og lifandi tónlist með Hamingjubandinu. Verkefnið tengdist sérstaklega heimsmarkmiðunum SDG 3 (heilsu og vellíðan), SDG 4 (menntun), SDG 10 (jöfnuði) og SDG 16 (friði og samfélagslegri þátttöku) – þar sem lögð er áhersla á andlega heilsu, samveru og jákvæð samskipti.