Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Námsmarkmið
Framsögn:
beitt skýrum og áheyrilegum framburði
Tjáning:
sagt frá atburði eða fyrirbæri, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu
Hlustun og áhorf:
hlustað og horft af athygli á valið efni og greint frá upplifun sinni
Nýting miðla:
nýtt sér og endursagt efni á stafrænu formi
Lesfimi:
nýtt hugbúnað við gerð einfaldra kynninga,
Ritvinnsla:
beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa svo lestur flæði vel og merking texta komist til skila
Sýnishorn á adalnamskra.is
Námsmarkmiðin stigvaxa 1.1 - 1.2 - 1.3 - 1.4
Lestraraðferðir:
þekkt og beitt einföldum aðferðum við lestur og tilgreint dæmi um ólíkan tilgang lestrar
Orðaforði:
beitt góðum orðaforða við að skilja texta og notað einfaldar aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða
Lesskilningur:
skilið augljós efnisatriði valinna texta, greint og lagt mat á inntak þeirra og dregið einfaldar ályktanir
Lestrarmenning:
valið og lesið sér til ánægju fjölbreytt lesefni sem hæfir aldri
Lestur og túlkun bókmennta:
unnið með ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum
Bókmenntagreining:
beitt eiföldum bókmenntahugtökum í umfjöllun um bókmenntir
Bókmenntaarfurinn:
lesið einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda í fortíðinni
Ljóð:
áttað sig á grunneinkennum ljóða og unnið með innihald þeirra
Skrift og frágangur:
dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega og á lyklaborð
Uppbygging texta:
búið til setningar og málsgreinar og notað til þess algengar samtengingar
Textategundir og málnotkun:
skrifað ólíkar textategundir og skilur að hverjum texta er ætlað ákveðið hlutverk
Tjáning í texta:
sett fram eigin hugmynd í texta, metið og lagfært með eða án hjálpargagna
Stafsetning og greinarmerkjasetning:
beitt einföldum stafsetningarreglum og eiföldum reglum við greinarmerkjasetningu
Einkenni málsins:
þekkt og rætt ýmis einkenni málsins
Fjölbreytt málnotkun:
beitt töluðu máli og rutuðu af nokkru öryggi og með orðaforða og málskilningi sem hæfir aldri
Sköpunarkraftur:
áttað sig á sköpunarmætti tungumálsins svo sem með því að ríma og fara í orðaleiki
Orðflokkar:
áttað sig á mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða
Orðtök og málshættir:
leikið sér með margræðni tungumálsins svo sem í gegnum orðtök, einfalda málshætti og föst orðasambönd
Gögn og hjálpartæki:
raðað í stafrófsröð og gert sér gein fyrir notakgildi þess við leit og skipulag