Matsviðmið eru sett fram fyrir allar námsgreinar og námssvið við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Þau eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni á valdi sínu. Skólum ber að setja matsviðmið fyrir námsgreinar og námssvið annarra árganga og gera grein fyrir þeim í skólanámskrá.
Matsviðmið eru birt á A–D matskvarða. A lýsir framúrskarandi hæfni, B lýsir góðri hæfni, C sæmilegri hæfni og D hæfni sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C. Gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem tilgreind er í B, hæfni náð, þar sem þau eru byggð á hæfniviðmiðum árgangsins.
A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D, en sá vitnisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda.
A–D matskvarða og matsviðmið er skólum skylt að nota við brautskráningu nemenda úr 10. bekk.
A–D matskvarða og matsviðmiðum við lok 4. og 7. bekkjar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir skóla og eru einungis sett fram til að styðja við námsmat við lok yngsta stigs og miðstigs.
Námsmat: Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
Upplýsingum um námsmat er haldið til haga í Mentor.
Nemendur fá umsögn í metanlegum hæfniviðmiðum sem eru sýnileg í Mentor.
Leiðsagnarnám: Áhersla er lögð á fjölbreyttar vinnuaðferðir í einstaklings, para og hópvinnu. Mikil samþætting er í námi nemenda og er reynt að tengja lestur við sem flestar námsgreinar.
Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.
B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
C+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.
C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
Við styðjumst við A-D matskvarða í flestum tilfellum en sum verkefni eru þess eðlis að 1-10 (1-100) kvarði eða Lokið/ólokið á betur við.
Nemandi getur beitt mjög skýrum og áheyrilegum framburði, tjáð sig af öryggi frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu. Hlustað af athygli á lesið og talað mál og greint frá upplifun sinni. Nýtt sér efni á stafrænu formi af sjálfstæði og endursagt efni þess af öryggi. Beitt af sjálfstæði aðferðum við lestur svo hann verði lipur og skýr. Lesið fjölbreytta texta, fjallað um innihald þeirra og beitt orðaforða af öryggi við að skilja þá út frá samhengi. Þekkt mjög vel nokkur form bókmenntatexta og beitt af öryggi einföldum bókmenntahugtökum í vinnu með þá. Lesið með góðum skilningi einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda þeirra. Lesið ljóð og unnið sjálfstætt með grunneinkenni og innihald þeirra. Beitt grunnþáttum í uppbyggingu texta og einföldum stafsetningarreglum af nokkru öryggi í ritun. Skrifað mjög vel ólíkar textategundir og samið lipran texta frá eigin brjósti. Þekkt og rætt af öryggi ýmis einkenni tungumálsins, áttað sig mjög vel á sköpunarmætti þess og getur leikið sér með það og margræðni þess. Gert sér góða grein fyrir hlutverki nokkurra orðflokka og notagildi þess að raða í stafrófsröð.
Nemandi getur beitt skýrum og áheyrilegum framburði, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.
Hlustað af athygli á lesið og talað mál og greint frá upplifun sinni.
Nýtt sér og endursagt efni á stafrænu formi.
Beitt aðferðum við lestur svo hann verði lipur og skýr.
Lesið fjölbreytta, einfalda texta, fjallað um innihald þeirra og beitt orðaforða við að skilja þá út frá samhengi.
Þekkt nokkur form bókmenntatexta og beitt einföldum bókmenntahugtökum í vinnu með þá.
Lesið einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda þeirra.
Lesið ljóð og unnið með grunneinkenni og innihald þeirra.
Beitt grunnþáttum í uppbyggingu texta og einföldum stafsetningarreglum í ritun.
Skrifað ólíkar textategundir eftir hlutverki texta og samið texta frá eigin brjósti.
Þekkt og rætt ýmis einkenni tungumálsins, áttað sig á sköpunarmætti þess og getur leikið sér með það og margræðni þess.
Gert sér grein fyrir hlutverki nokkurra orðflokka og notagildi þess að raða í stafrófsröð.
Nemandi getur beitt nokkuð áheyrilegum framburði, tjáð sig að nokkru marki frammi fyrir hópi og rætt um skoðanir sínar. Hlustað á lesið og talað mál og að einhverju leyti gert grein fyrir upplifun sinni. Nýtt sér efni á stafrænu formi undir leiðsögn og gert nokkra grein fyrir innihaldi þess. Beitt aðferðum við lestur svo hann verði nokkuð lipur og skýr. Lesið einfalda texta og náð merkingu þeirra og að einhverju leyti beitt orðaforða við að skilja þá út frá samhengi. Greint frá nokkrum formum bókmenntatexta og að einhverju leyti beitt einföldum bókmenntahugtökum í vinnu með þá. Með stuðningi lesið einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda þeirra. Lesið ljóð og unnið með einföld grunneinkenni og innihald þeirra. Beitt grunnþáttum í uppbyggingu texta og einföldum stafsetningarreglum að einhverju leyti í ritun. Skrifað sæmilega ólíkar textategundir eftir hlutverki texta og samið texta frá eigin brjósti. Kannast við ýmis einkenni tungumálsins, áttað sig að nokkru leyti á sköpunarmætti þess og getur leikið sér með það og margræðni þess. Gert sér sæmilega grein fyrir hlutverki nokkurra orðflokka og notagildi þess að raða í stafrófsröð.
Nemandi getur lesið og flutt mál sitt mjög skýrt og áheyrilega, af öryggi gert grein fyrir þekkingu sinni, reynslu og skoðunum frammi fyrir hópi. Hlustað af athygli á lesið og talað mál, beitt þekkingu sinni og reynslu á sjálfstæðan hátt til að skilja það og endursegja. Nýtt sér myndefni og stafrænt efni á skapandi og gagnrýninn hátt. Lesið af öryggi texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og valið við það ólíkar aðferðir við hæfi. Metið, túlkað og greint aðalatriði í lesnum texta mjög vel og beitt orðaforða og fyrri þekkingu af sjálfstæði til að mynda samhengi og skilning. Lesið af öryggi ýmsar bókmenntir, unnið sjálfstætt með efni þeirra og beitt grunnhugtökum bókmenntafræði við umfjöllun um þær. Lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á sögulegu samhengi þeirra. Lesið, unnið með og rætt ljóð frá ólíkum tímum, innihald þeirra og einkenni af öryggi. Valið og ritað af sjálfstæði ólíkar tegundir texta út frá tilefni þar sem vandlega er hugað að framsetningu og uppbyggingu. Beitt algengum reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu af öryggi. Notað mjög góðan orðaforða og málfræðikunnáttu sína í gagnrýnni umræðu um málið og nýtt mjög vel í fjölbreyttri málnotkun í ræðu og riti. Greint af öryggi helstu einkenni og hlutverk nokkurra orðflokka og nýtt sér af sjálfstæði ýmsa gagnabrunna til stuðnings við málnotkun sína.
Nemandi getur lesið og flutt mál sitt skýrt og áheyrilega, gert grein fyrir þekkingu sinni, reynslu og skoðunum frammi fyrir hópi.
Hlustað af athygli á lesið og talað mál, beitt reynslu sinni og þekkingu til að skilja það og endursegja.
Nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt.
Lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og beitt við það ólíkum aðferðum.
Metið, túlkað og greint aðalatriði í lesnum texta og beitt orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning.
Lesið ýmsar bókmenntir, unnið með efni þeirra og beitt grunnhugtökum bókmenntafræði við umfjöllun um þær.
Lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á sögulegu samhengi þeirra.
Lesið, unnið með og rætt ljóð frá ólíkum tímum, innihald þeirra og einkenni.
Valið og ritað ólíkar tegundir texta út frá tilefni þar sem hugað er að framsetningu og uppbyggingu.
Beitt algengum reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu.
Notað góðan orðaforða og málfræðikunnáttu sína í umræðu um málið og nýtt í fjölbreyttri málnotkun í ræðu og riti.
Greint helstu einkenni og hlutverk nokkurra orðflokka og nýtt sér ýmsa gagnabrunna til stuðnings við málnotkun sína.
Nemandi getur lesið og flutt mál sitt nokkuð skýrt og áheyrilega, gert sæmilega grein fyrir þekkingu sinni, reynslu og skoðunum frammi fyrir hópi. Hlustað á lesið og talað mál, skilið það að mestu og endursagt. Nýtt sér myndefni og stafrænt efni að einhverju leyti á gagnrýninn hátt. Lesið texta við hæfi á nokkuð nákvæman og sjálfvirkan hátt og beitt við það ólíkum aðferðum. Metið, túlkað og greint aðalatriði í lesnum texta að einhverju leyti og beitt orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda sæmilegt samhengi og skilning. Lesið ýmsar bókmenntir, unnið sæmilega með efni þeirra og beitt nokkrum grunnhugtökum bókmenntafræði við umfjöllun um þær. Lesið með stuðningi einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig að einhverju leyti á sögulegu samhengi þeirra. Lesið, unnið með og rætt lítillega ljóð frá ólíkum tímum, innihald þeirra og einkenni. Valið og ritað með sæmilegum hætti ólíkar tegundir texta út frá tilefni þar sem að einhverju leyti er hugað að framsetningu og uppbyggingu. Beitt nokkrum reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Notað sæmilega orðaforða og málfræðikunnáttu sína í umræðu um málið og nýtt að nokkru leyti í málnotkun í ræðu og riti. Greint nokkur einkenni og hlutverk helstu orðflokka og nýtt sér að einhverju leyti ýmsa gagnabrunna til stuðnings við málnotkun sína.