Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Námsmarkmið
Framsögn:
flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir undirstöðuatriðum góðrar framsagnar,
Tjáning:
gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi,
Hlustun og áhorf:
hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum,
Nýting miðla:
nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt og greint frá aðalatriðum þess.
Lesfimi:
lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og með tjáningu sem sýnir skilning á tilgangi og merkingu texta,
Lestraraðferðir:
beitt lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni,
Orðaforði:
beitt fjölbreyttum orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða og orðasambanda,
Lesskilningur:
skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt,
Lestrarmenning:
valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta og miðlað áhuga sínum og skoðunum til annarra.
Lestur og túlkun bókmennta:
lesið ýmsar bókmenntir og unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt,
Bókmenntagreining:
beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir,
Bókmenntaarfurinn:
lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi,
Ljóð:
notað einföld bókmenntahugtök í umræðu og vinnu með innihald og einkenni ljóða frá ólíkum tímum.
Skrift og frágangur:
miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlausan innslátt á lyklaborð og gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum,
Skrift ...
Fingrasetning á lyklaborð þjálfuð reglulega í upplýsingatækni í gegnum vefsíðurnar Fingrafimi (mms.is), typing.com og 10fastfingers.com.
Uppbygging texta:
skrifað texta þar sem málsgreinar eru fjölbreyttar og texta er skipt upp í efnisgreinar,
Textategundir og málnotkun:
skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir tilefni, viðtakendum og birtingarformi,
Tjáning í texta:
tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum,
Stafsetning og greinarmerkjasetning:
beitt algengum atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi.
Einkenni málsins:
beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína,
Fjölbreytt málnotkun:
notað góðan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér fjölbreytt málsnið við orðmyndun, tal og ritun,
Sköpunarkraftur:
nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta,
Orðflokkar:
áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra,
Orðtök og málshættir:
notað algeng orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta,
Gögn og hjálpartæki:
nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um tungumál.