21.3.1.
Heimilisfræði er ætlað að stuðla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsháttum og neysluvenjum, jafnrétti, hagsýni og nýtni, fjármálalæsi, neytendavitund, umhverfisvernd og sjálfbærni. Í heimilisfræði gefst tækifæri til að hafa áhrif á lífsstíl nemenda með markvissri fræðslu um hollustu og heilbrigði, opinber manneldismarkmið og kenna nemendum að vera læsir á upplýsingar í umhverfinu sem snerta heilsufar.
Um heimilisfræði í Aðalnámskrá grunnskóla
Að nemendur:
geti með aðstoð útbúið einfaldar og hollar máltíðir,
geti farið eftir einföldum uppskriftum,
þekkja algengustu áhöld og tæki og nota þau rétt,
gera sér grein fyrir því hvers vegna hreinlæti er mikilvægt við meðferð matvæla,
geta haldið hreinu vinnusvæði, áhöldum og tækjum,
þekkja heiti næringarefnanna og helstu hlutverk,
gert greinarmun á hollum og óhollum drykkjum og matvælum,
gera sér grein fyrir því að neysluvenjur og lífshættir hafa áhrif á heilsuna,
vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn,
temji sér jákvæðni, virðingu, kurteisi og tillitssemi í samskiptum,
geti sagt frá helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi,
þekkja helstu orsakir slysa og vita hvernig koma má í veg fyrir þau,
geti skilið einfaldar umbúðamerkingar ·
átti sig á að þeirra athafnir hafa áhrif á umhverfið
geti sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við sjálfbærni
þekkja þjóðlegar íslenskar hefðir í matargerð·
bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu,