Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Matreiðsla:
útbúið einfaldar og hollar máltíðir með aðstoð,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls. 10-12, 21-24, 27, 30, 33.
Einfaldar verklegar æfingar í matargerð og bakstri.
Para- og hópavinna.
Vinnubrögð:
farið eftir einföldum uppskriftum og notað til þess einföld mæli- og eldhúsáhöld og sinnt viðeigandi frágangi,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls.8,9 og uppskriftirnar í bókinni,
Kennsla í lestri uppskrifta og notkun á mælitækjum.
Vinnuvernd
gert sér grein fyrir helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi.
Sýnikennsla, myndbönd og umræður um helstu hættur í eldhúsinu.
Skyndihjálp, bruni.
Lífshættir
tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti,
Byrjar í 4. bekk.
Næring
valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls. 12-15, 18-24, 26-27, 30.
Umræður um lífs- og matarvenjur og áhrif þeirra á líkama og líðan.
Hreinlæti
farið eftir einföldum leiðbeiningum um hreinlæti og þrif,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls. 2-5,13, 23,16-18, 32
Sýnikennsla og verklegar æfingar í handþvotti og notkun á tuskum og diskaþurrkum,
Kostnaður
tjáð sig á einfaldan hátt um kostnað við máltíð eða nesti.
Byrjar í 3. bekk.
Umhverfi
sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við sjálfbærni,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls. 16-17, 28-29, 32.
Umræður og verkefni um umhverfismál.
Neytendur
skilið einfaldar umbúðamerkingar,
Byrjar í 3. bekk.
Menning
tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald og þekki þjóðlegan mat,
Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, bls. 3, 25.
Umræður um mismunandi matarmenningu á ólíkum tímum.
Kolefnisspor
gert sér grein fyrir mismunandi kolefnisspori matvæla.
Byrjar í 4. bekk.