Taco súpa

Uppskrift fengin á eldhúsperlur.com

Taco súpa

500 gr nautahakk

2 rauðlaukar

2 paprikur

3 hvítlauksrif

2 tómatar

1 lítil sæt kartafla

3 msk tacokrydd

1 kjúklingateningur

1 krukka mild chunky salsa (350 gr)

2 msk tómatpúrra

1 l vatn

2 msk rjómaostur (philadelphia light)

2 msk rjómi


Aðferð

Skerið rauðlauk, papriku og hvítlauk smátt.

Hitið stóran pott og brúnið nautahakkið í pottinum.

Bætið grænmetinu út í og látið krauma þar til það mýkist aðeins.

Kryddið með tacokryddinu og setjið gróft skorna tómatana út í.

Setjið salsasósuna, tómatpúrru, kjúklingatening og vatn út í og hleypið suðunni upp.

Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og bætið út í.

Látið sjóða við hægan hita í 20-30 mínútur.

Bætið þá rjómanum og rjómaostinum saman við og smakkið til með salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.

Gott er að stappa aðeins sætu kartöflurnar í súpunni með kartöflustappara því þá þykknar súpan aðeins.

Súpan er góð strax, en enn betri daginn eftir svo það er upplagt að gera auka fyrir nestið eða í matinn seinna.

Berið súpuna fram með meðlætinu góða og kreistið dálítinn límónusafa yfir hverja skál. Njótið í botn!

Meðlætið

5 tortillakökur

avacado í bitum

rifinn maríbó ostur

smátt saxaður vorlaukur

límónubátar


Aðferð

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.

Staflið tortillakökunum upp, skerið í tvennt og svo í mjóar ræmur.

Leggið á ofnplötu, dreifið örlítilli olíu yfir og sjávarsalti og blandið vel saman. Bakið í 15 mín og hrærið aðeins í kökunum einu sinni eða tvisvar yfir bökunartímann.

Látið kólna og berið fram með súpunni.