Hafrakex - Hjónabandssæla

Hafrakex - hjónabandssæla

120 g sykur

220 g hveiti

180 g smjörlíki

1/4 tsk lyftiduft

1/4 tsk matarsódi

120 g haframjöl

1 egg

Aðferð

Blandið öllu saman í hrærivélaskál, hafið smjörið við stofuhita, vinnið rólega saman með káinu þar til deigið er komið vel saman. Vinnið deigið ekki of mikið, þá klessist það. Látið deigið standa örlítið áður en rúllað er út, skerið niður eftir smekk og geðþótta, hnoðið afgangana upp og rúllið út aftur.

Bakið við 180 gráður í 12-18 mín. Fer annars eftir stærð og gerð.

Hægt að nota bæði sem hafrakex eða hjónabandssælu.

Það er einnig hægt að setja kúmen í deigið og hafa það þá frekar þunnt út rúllað.

Kexið er einnig gott til að nota í botninn á osta- og skyrköku.