Ömmu - snælur

Ömmu-snælur

Hálf uppskrift

250 gr 500 gr hveiti

100 gr 200 gr lint smjörlíki

70 gr 150 gr sykur

2 tsk 4 tsk lyftiduft

1 egg 1 egg

1 dl 2 dl mjólk (þarf kannski ekki að nota alla


Aðferð

Hnoðað deig, öll þurrefnin fyrst og smjörlíkið mulið út í, þá er eggið sett og að lokum mjólkin og passa að setja hana varlega ef við þurfum ekki að nota alla mjólkina.

Fletja út ekki mjög þunnt, strá kanilsykri yfir og rúlla upp, rúllan skorin í 2 cm sneiðar og raðað á plötu.

Baka við 180 gráður í 10-15 mín, fer eftir því hvað snælurnar eru þykkar hjá ykkur.