Nachos að hætti Maríu

Nachos að hætti Maríu

35 gr sesamfræ

35 gr hörfræ

20 gr graskersfræ

45 gr sólblómafræ

2 dl maísmjöl (glútenlaust fæst í Fræinu og Hagkaup (ekki sama og Maizenamjöl).

1/2 tsk borðsalt

1/2 dl Extra Virgin ólífuolía frá MUNA

2 1/2 dl sjóðandi heitt vatn

Gróft salt

Þurrkaður graslaukur


Aðferð


Setjið fræin í blandara eða matvinnsluvél og malið þar til verður að fínu dufti.

Setjið svo fræin borðsaltið og maísmjölið saman í skál og hrærið saman með skeið.

Setjið því næst olíuna og hrærið hana aðeins inn í blönduna.

Sjóðandi vatninu er svo hellt yfir að lokum og allt hrært saman.

Setjið deigið á bökunarpappír og svo annan bökunarpappír ofan á.

Byrjið á að fletja það aðeins út með flötum lófa og notið svo kökukelfi til að fletja deigið út í ferning sem er jafnstór og bökunarpappírinn.

Takið næst pappírinn ofan af og setjið deigið á bökunarplötu með pappírnum sem var undir. Best er að draga pappírinn upp á plötuna, það þarf að fara varlega að deigið leki ekki til.

Saltið svo yfir allt með grófu salti og stráið þurrkuðum graslauk yfir. Ekki vera feiminn við saltið og graslaukinn en mér finnst best að hafa vel af því. Passið þó að salta ekki heldur of mikið.

Að lokum er gott að skera í deigið með pizzaskera nacholagaða þríhyrninga

Bakist í 55 mínútur við 150 c°